Sumarmynd af SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA þann 1. ágúst 2012.

Í dag var unnið við að forrita “stoppið” á AlfaSpid rótor félagsins, sem snýr SteppIR 3E Yagi loftneti félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Yngvi Harðarson, TF3Y, annaðist verkefnið, sem tókst vel. Að auki var farið yfir aðrar stillingar rótors og loftnets. Stöðin er nú að fullu QRV á sex böndum á ný, þ.e. 14, 17,21,  24, 28 og 50 MHz.

Líkt og fram kom í frásögn af lokaviðgerð rótorsins sem TF3CY annaðist og lauk s.l. fimmtudag, þá þarf að fella turninn á næstunni til að vatnsverja rótorhúsið, enda Atlandshafið aðeins örfáa metra frá loftnetsturninum. Í vettvangsskoðun í dag kom ennfremur í ljós, að hluti bómunnar, þ.e. frá “drifna” stakinu að “reflectornum” virðist vera snúin. Þetta má sjá glögglega á meðfylgjandi ljósmynd af loftnetinu (sjá stakið sem er fjærst).

Í gær barst síðan staðfesting frá SteppIR, vegna pöntunar á sérstökum “High-wind” festingum fyrir loftnetið, sem samþykkt var að kaupa á stjórnarfundi í félaginu s.l. fimmtudag. Að sögn Erlings Guðnasonar, TF3EE, sem annaðist pöntunina, er þess að vænta að festingarnar berist til landsins innan mánaðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Yngva Harðarsyni, TF3Y og Erling Guðnasyni, TF3EE, fyrir þeirra ágætu aðkomu að þessu verkefni.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW

Í ágústhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 29.-30. október 2011. Þátttaka var mjög góð frá TF en alls sendu 11 TF-stöðvar inn keppnisdagbækur og dreifðust keppendur á átta mismunandi keppnisflokka. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki, en hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli. Heildarárangur varð 1.378.428 stig. Að baki þessum stigafjölda voru 3.871 QSO, 38 CQ svæði og 136 DXCC einingar. Sigurður varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 3. sæti yfir heiminn; bronsverðlaunin.Árangurinn er framúr-
skarandi góður og til þess fallinn að efla áhuga íslenskra leyfishafa á þátttöku í alþjóðlegum keppnum.

Árangur Yngva Harðarsonar, TF3Y, sem tók þátt í keppninni frá TF4X er einnig framúrskarandi góður. Yngvi keppti í einmenningsflokki á 28 MHz, hámarksafli. Heildarárangur hans varð alls 538.785 stig.Að baki þessum stigafjölda
voru 3.098 QSO, 25 CQ svæði og 92 DXCC einingar. Árangur Andrésar  Þórarinsssonar, TF3AM, var einnig góður. Andrés keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, hámarksafli. Heildarárangur hans varð alls 445.250 stig. Að baki
þeim stigafjölda voru 1.233 QSO, 61 CQ svæði og 213 DXCC einingar.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með frábæran árangur í keppninni, svo og öðrum íslenskum leyfishöfum sem tóku þátt að þessu sinni. Í meðfylgjandi töflu má sjá útkomuna eftir keppnisflokkum.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl

TF3AM*

445.250

1.233

61

213

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð

TF3SG*

89.964

460

36

117

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð

TF3IG

2.709

48

14

29

Öll bönd, einmenningsflokkur, lágafl, aðstoð

TF3DC*

30.502

144

33

118

Öll bönd, einmenningsflokkur, lágafl, aðstoð

TF3PPN

26.001

177

29

78

28 MHz, einmenningsflokkur, hámarksafl

TF4X*

537.785

3.058

25

92

28 MHz, einmenningsflokkur, lágafl

TF8GX*

254.790

1.487

24

71

14 MHz, einmenningsflokkur, hámarksafl

TF3CW*

1.378.428

3.861

38

136

21 MHz, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð

TF3AO*

146.718

1.071

18

81

21 MHz, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð

TF3CY

113.886

629

28

83

3.7 MHz, einmenningsflokkur, hámarksafl

TF3ZA*

135.136

960

18

85

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu.

Benedikt Guðnason TF3TNT nýr stöðvarstjóri TF3IRA. Fráfarandi stöðvarstjóri, Benedikt Sveinsson.

TF3CY, sést í baksýn uppi í loftnetsturni félagsins. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Mathías Hagvaag TF3-Ø35 nýr QSL stjóri Í.R.A. tekur við lyklunum af Guðmundi Sveinssyni TF3SG, fráfarandi QSL stjóra Í.R.A. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Tveir nýir embættismenn félagsins tóku formlega til starfa s.l. fimmtudag, þann 26. júlí. Það eru þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT, sem tók við starfi stöðvarstjóra TF3IRA af Benedikt Sveinssyni, TF3CY. Benedikt hætti formlega sem stöðvarstjóri þann 17. febrúar s.l., en tók að sér að gegna embættinu til bráðabirgða þar til nýr stöðvarstjóri yrði skiptaður.

Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, tók við starfi QSL stjóra Í.R.A. sama dag af Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Guðmundur hætti formlega sem QSL stjóri þann 4. júní s.l., en tók að sér að gegna embættinu til bráðabirgða þar til nýr QSL stjóri yrði skipaður. Formleg skipan fór fram á stjórnarfundi nr. 2/2012 þann 5. f.m.

Stjórn Í.R.A. býður nýja embættismenn velkomna og óskar þeim farsældar í starfi. Fráfarandi embættismönnum eru þökkuð góð störf í þágu félagsins.

TF útileikarnir fara fram að venju um verslunarmannahelgina, næstu helgi, og standa yfir í 3 sólarhringa, frá kl. 00z á laugardegi til kl. 24z á mánudegi. Munið aðalþátttökutímabilin:

kl. 1700-1900 laugardag
kl. 0900-1200 sunnudag
kl. 2100-2400 sunnudag
kl. 0800-1000 mánudag

en auðvitað má hafa sambönd hvenær sem er yfir helgina. Ágætt er að nota kalltíðnina 3637 kHz til að hefja sambönd, en mæla sér svo mót á öðrum tíðnum ef þörf er á.

Íslenskir radíóamatörar, hérlendis og erlendis, eru hvattir til að taka þátt, og gjarnan senda logga og jafnvel myndir eða frásagnir úr útileikunum, til Bjarna, TF3GB. Nánari upplýsingar um útileikana má finna í júlíhefti CQ TF og á vef ÍRA.

Benedikt Sveinsson TF3CY lagfærir AlfaSpid rótorinn við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA s.l. fimmtudagskvöld. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Líkt og fram kom á póstlista félagsins í gær, þann 27. júlí, kleif Benedikt Sveinsson, TF3CY, loftnetsturn félagsins á fimmtudagskvöldið og náði að gera við AlfaSpid rótorinn. Stífan, sem sett var upp s.l. laugardag var því fjarlægð og er nú hægt að snúa loftnetinu. Næsta skref er að endurstilla stýriboxið svo það sýni rétta stefnu og forrita endastopp, þar sem við sama tækifæri tókst að gera við rás sem telur snúninga mótorsins. Að sögn Benedikts, er rótorinn nú
tryggilega fastur.

Í viðtali við Benedikt í dag kom m.a. fram, að hann telur að fyrir haustið þurfi að fella turninn og vatnsverja vel rótorhúsið og gera loftnetið að öðru leyti klárt fyrir vetrarveðrin. Þess má geta, að samþykkt var á stjórnarfundi s.l. fimmtudag að félagssjóður festi kaup á sérstökum “High Wind” festingum fyrir SteppIR loftnetið. Áætlað innkaupsverð er um 22 þúsund krónur.

Stjórn Í.R.A. þakkar Benedikt fyrir frábært framtak og vel unnið verk.

WAS viðurkenningarskjöl félagsstöðvarinnar TF3IRA eru komin til landsins. Ljósmynd: TF2JB.

Worked All States Award (WAS) viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu í hús s.l. fimmtudag. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. svokallað “basic” skjal fyrir allar tegundir útgeislunar (mixed), fyrir mors (CW) og fyrir tal (Phone). ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu WAS viðurkenningaskjölin sem gefin hafa verið út til félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Skjölin verða nú send til innrömmunar og að því loknu valinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Mathíasi Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugi Kristni Jónssyni, TF8GX, fyrir aðkomu þeirra að verkefninu, en Matthías tók saman kortin og vann umsóknir og Guðlaugur, sem er trúnaðarmaður ARRL hér á landi, annaðist yfirferð korta og sendingu gagna vestur um haf. Þess má geta, að ARRL felldi niður öll gjöld vegna umsóknanna.

Júlíhefti CQ TF er komið út og er aðgengilegt félagsmönnum á vef ÍRA. Jafnframt er blaðið sent í tölvupósti á netföng allra félagsmanna.

Ákveðið hefur verið að fjölfalda blaðið ekki á pappír og senda þannig til félagsmanna, eins og verið hefur. Er þetta gert í sparnaðarskyni og vonandi taka félagar ÍRA því vel. Þá ber að geta þess að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, hefur lagt útgáfunni lið með því að taka að sér uppsetningu og umbrot efnis og á hann skildar kærar þakkir félagsins fyrir gott verk.

Njótið lestrarins og vonandi fáum við skemmtilegt og fróðlegt efni – texta og myndir – frá radíóafrekum félagsmanna í lok sumars. Skilafrestur efnis í næsta blað er sunnudagurinn 23. september.

73 – Kiddi, TF3KX, ritstjóri CQ TF

Útbreiðslumynd fyrir TF5RPD sem er staðsettur í Vaðlaheiði norðaustan Akureyrar.

Nýtt loftnet hefur verið sett upp og tengt við endurvarpann TF5RPD. Um er að ræða öflugt skipanet úr trefjagleri sem er rúmlega 7 metrar á hæð og hefur tæplega 9 dB ávinning og  var notað við endurvarpann til ársins 2009 er það féll til jarðar. Í millitíðinni var notað heima smíðað “Slim-Jim” loftnet”. Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, var fæðilína endurnýjuð við sama tækifæri. Frágangi var lokið í gær, þann 19. júlí.

Fyrstu prófanir lofa góðu. TF5B og TF3GL/m höfðu t.d. samband um TF5RPD þegar TF3GL/m var staddur á erfiðum stað til fjarskipta við Mývatn. Það gekk ágætlega að sögn TF5B.

Endurvarpinn tekur á móti á 145.025 MHz og sendir út á 145.725 MHz. Hann er staðsettur í Vaðlaheiði sem er 550 metra hátt fjall norðaustur af Akureyri. Endurvarpinn er búinn auðkenni á morsi.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS og Þór Þórissyni, TF3GW, fyrir að annast verkefnið.

SteppIR 3E þriggja staka Yagi loftnet TF3IRA er 6 banda loftnet í tíðnisviðum frá 14-52 MHz.

Erling Guðnason, TF3EE, átti ferð framhjá félagsaðstöðunni í Skeljanesi skömmu eftir hádegi í dag, 21. júlí, ásamt Jakob Helgasyni, TF3EJ. Þá þegar var vindur orðinn nokkur í vesturbænum og SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA farið að sveiflast laust. Í framhaldi var ákveðið að vinda bráðan bug að því að stífa loftnetið af, enda verðurspá slæm fyrir kvöldið og nóttina.

Nokkru síðar mættu þeir Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, á staðinn og var hafist handa, turninn klifinn og gengið trygglega frá festingu bómunnar við turnrörið, auk þess sem bóman var stífuð af til öryggis. Verkinu var lokið um kl. 17 í eftirmiðdaginn. Það var samdóma álit þeirra þriggja, að panta þurfi a.m.k. svokallað “High Wind Kit” frá SteppIR, (sjá mynd neðar á síðunni) auk þess sem líklega þurfi að endurskoða rótormál.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Erling Guðnasyni, TF3EE, Ara Þór Jóhannessyni TF3ARI, og Baldvin Þórarinssyni, TF3-Ø33, fyrir vinnuframlag þeirra félaga í dag til að tryggja sem best að loftnet félagsins verði ekki fyrir skemmdum. Sérstakar þakkir til TF3ARI fyrir meðfylgjandi ljósmyndir.

Erling Guðnason TF3EE vinnur í turninum. Ljósmynd: TF3ARI.

Bóma loftnetsins stífuð af. Ljósmynd: TF3ARI.

Á myndinni má sjá hvernig bóma loftnetsins er stífuð af. Ljósmynd: TF3ARI.

Mynd af áðurnefndum aukahlut frá SteppIR fyrir “vindasöm QTH” ásamt útskýringartextum.

Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar H.Í. í Leirvogi. Mælingar hafa verið gerðar frá 1957.

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast síðastliðinn sólarhring, þ.e. frá kl. 18 þann 14. júlí til sama tíma í dag, 15. júlí. Á hádegi í dag (15. júlí) stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir haldi áfram í dag og að ójafnvægis muni gæta a.m.k. til 18. júlí.

Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346 = 14). Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.

Gögn eru endurnýjuð á tíu mínútna fresti. Sjá nánar vefslóð: http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html
Sjá einnig upplýsingar á þessari vefslóð: http://www.solen.info/solar/

Loftnetið við TF1RPB er á staurnum til hægri. Ljósmynd: TF3WS.

Sigurður Harðarson, TF3WS, gerði ferð í Bláfjöll þann 12. júlí og gerði tvennskonar breytingar á TF1RPB. Annars vegar var útsendingartakmörkun fjarlægð (e. time-out) ásamt því að svokallað “skott” í sendingu “Páls” var stytt niður í lágmark. Að sögn Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, kemur endurvarpinn vel út eftir þessa breytingu.

TF1RPH varð QRV á ný fyrir mánuði síðan eða þann 14. júní. Frá þeim tíma hafa menn náð að opna hann mjög víða, m.a. inni á hálendinu. Vinnutíðnir TF1RPB eru 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði Harðarsyni, TF3WO, fyrir veitta aðstoð við TF1RPB.

Benedikt Guðnason, TF3TNT

Matthías Hagvaag, TF3MH.

4

Á stjórnarfundi þann 5. þ.m. voru þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, skipaðir í embætti stöðvarstjóra TF3IRA annarsvegar, og embætti QSL stjóra útsendra korta hinsvegar. Báðir hafa starfað á vettangi félagsins um árabil.

Benedikt Guðnason, TF3TNT, fékk úthlutað kallmerki árið 1996 og er handhafi leyfisbréfs nr. 236. Hann hefur töluvert starfað á vettvangi félagsins. Hann sat í stjórn Í.R.A. á tímabilinu 2001-2005, fyrst sem varamaður 2001-2003 og síðan sem ritari og meðstjórnandi 2003-2005. Hann sat ráðstefnu NRAU sem haldin
var í Borgarnesi 2002 og var annar tveggja fulltrúa Í.R.A. í VHF nefnd fundarins. Í framhaldi sótti hann VHF ráðstefnu NRAU í Noregi. Benedikt hefur að auki skrifað greinar í CQ TF og flutt erindi á vettvangi félagsstarfsins. Fráfarandi stöðvarstjóri er Bendikt Sveinsson, TF3CY.

Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, hefur verið félagsmaður í nær 40 ár og töluvert starfað á vettvangi félagsins. Hann var Bóka- og húsvörðar félagsins 1979-1987 og sat í stjórn Í.R.A. sem varamaður 1986-1987. Þá var hann QSL stjóri kortastofu Í.R.A. um fimm ára skeið 1983-1988. Mathías var QSL Manager fyrir TF4F og TF6M leiðangrana og fyrir TF3SV (sk). Síðustu misserin hefur hann m.a. unnið að samantekt QSL korta vegna umsókna um viðurkenningaskjöl fyrir TF3IRA. Fráfarandi QSL stjóri útsendra korta er Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Um leið og nýir embættismenn eru boðnir velkomnir til starfa er fráfarandi embættismönnum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Þeir Benedikt og Mathías munu formlega taka við embættum þann 26. júlí n.k.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.