IEC (International Electrotechnical Commission) hefur hafnað frumvarpi WPT (Wireless Power Transfer) sem hefði geta haft í för með sér mengun í RF sviðinu upp í 30 MHz.
IARU sendi frumvarpið til aðildarfélaganna til kynningar. Stjórn ÍRA fjallaði um það á stjórnarfundum nr. 3 og 5 starfsárið 2018/19. Það var í framhaldi sent EMC nefnd félagsins til nánari umfjöllunar. Íslenskir radíóamatörar fagna þessari niðurstöðu sem er jákvæð fyrir radíóamatöra sem og aðra notendur sviðsins.
Upplýsingar hafa komið fram um sex ný TF kallmerki sem voru handhafar DXCC viðurkenningarinnar þegar fyrir 67 árum. Þetta kemur m.a. fram í viðtali sem birtist í Alþýðublaðinu 10. janúar 1953 við þáverandi formann ÍRA, Ásgeir Magnússon, TF3AB. Nöfn og kallmerki:
Árni Egilsson, TF3AR. Einar Pálsson, TF3EA. Hannes Thorsteinsson, TF3ZM. Sigurður Finnbogason, TF3SF. Ingi Sveinsson, TF5SV (síðar TF3SV og TF3C). Þórhallur Pálsson, TF5TP.
Í 2. tbl. CQ TF 2020 er birt uppfærð DXCC staða TF stöðva 7. mars 2020. Þar koma fram alls 17 íslensk kallmerki. Í ljósi þessara nýju upplýsinga er ljóst, að heildarfjöldi TF kallmerkja, sem eru handhafar DXCC, er a.m.k. 23 talsins. Þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB, fyrir þessar upplýsingar.
Meðfylgjandi lJósmynd er af Einari Pálssyni TF3EA, fyrsta formanni ÍRA, í fjarskiptaherbergi sínu árið 1955. Sjá má m.a. áhugaverðar fjarskiptaviðurkenningar sem prýða herbergið.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað uppsetningu APRS stafvarpa, TF1APB, með staðsetningu á Reynisfjalli (63,41417 og 19,02833V). QRG er 144.800 MHz og útgeislað afl er heimilað allt að 25W. Ábyrgðarmenn eru Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT og Magnús Ragnarsson, TF1MT. Þess er vænst að stafvarpinn verði QRV fljótlega, en að sögn TF1MT, hefur búnaður verið gerður klár.
Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem APRS hópurinn fékk að gjöf, ásamt Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digi-peater búnaðinum frá Póllandi, en félagssjóður ÍRA fjármagnaði tvö slík sett í fyrra (2019).
Hamingjuóskir til APRS hópsins með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digipeater búnaðinum sem keyptur var í fyrra (2019). Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT.
Landsfélag radíóamatöra í Belgíu (UBA), hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að maí- júníhefti félagsblaðsins CQ QSO. Blaðið er bæði á hollensku og frönsku.
ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri
við félagsmenn.
L’association Réseau des Émetteurs Français (REF), landsfélag radíóamatöra í Frakklandi, hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að apríl og maíheftum félagsblaðsins Radio-REF.
ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-05-09 13:26:472020-05-09 13:34:48APRÍL OG MAÍHEFTI Í BOÐI REF
Frumvarpi til til nýrra fjarskiptalaga var dreift á Alþingi í dag, 7. maí. Það er m.a. til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB, auk kynningar á uppfærslu reglugerðar ESB um samstarfsvettvang evrópskra eftirlitsaðila, svonefndar BEREC og TSM reglugerðir ásamt uppfærslu eldri gerða samkvæmt tilskipun ESB nr. 2018/1972.
Uppkast að frumvarpinu var til umfjöllunar á stjórnarfundi í ÍRA þann 3. febrúar s.l. Niðurstaða var, að ekki væri sérstök ástæða til umsagnar eða afskipta félagsins, enda áhyggjur manna um að ferlið hreyfði við CE merkingum og undanþágum fyrir radíóamatöra óþarfar, þar sem ekkert væri fjallað um þau mál í frumvarpsdrögunum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-05-07 21:34:352020-05-07 21:41:26FRUMVARP TIL FJARSKIPTALAGA
Þýskir
radíóamatörar fengu bráðabirgðaheimild (e.
preliminary provisional implementation) til notkunar á 50 MHz bandinu í gær
(6. maí) sem gildir úr árið 2020. Heimildin
byggir á samþykkt radíótíðniráðstefnu ITU (WRC-19).
Heimildin
nær til tíðnisviðsins 50.000-52.000 MHz, er á víkjandi grundvelli og leyfir
allar tegundir útgeislunar með mest 12 kHz bandbreidd. Skilyrt er að nota
loftnet sem senda út lárétt póluð merki.
Aflheimild
er tvískipt: 750W fyrir hærra leyfi og 100W fyrir lægra leyfi á tíðnisviðinu
50.000 MHz til 50.400 MHz og mest 25W á tíðnisviðinu fyrir báða leyfisflokka á
50.400-52.000 MHz.
Stjórn
ÍRA á í viðræðum við Póst- og fjarskiptastofnun um útfærslu heimilda á 50 MHz
hér á landi.
Stjórn
félagsins samþykkti í dag, 4. maí, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð
áfram, a.m.k. næstu 3-4 vikur – eða til 1. júní n.k.
Ákvörðunin byggir á tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi í dag, 4. maí, og gildir til 1. júní, um að fjöldatakmörkun á samkomum miðast nú við 50 manns í stað 20, að því tilskyldu að tveggja metra reglu sé fylgt.
Í
minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra segir, að stefnt sé að frekari
afléttingu samkomutakmarkana eftir 3-4 vikur, þ.e. á bilinu 25. maí – 1. júní.
Þó er áréttað að taka þurfi mið af stöðu faraldursins hér á landi áður en
ákvörðun er tekin.
Það
er von okkar að þessari ákvörðun fylgi skilningur.
RSGB, landsfélag radíóamatöra í Bretlandi, hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að maíhefti félagsblaðsins RadCom. Blaðið er að þessu sinni 100 blaðsíður að stærð.
ÍRA þakkar RSGB fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri
við félagsmenn.
Ný spá SWPC, sem byggir á niðurstöðum NOAA lotu-25 sérfræðingahópsins gerir ráð fyrir að búast megi við hámarki sólbletta nýrrar lotu 25, á bilinu 105 til 125. Hámaki er spáð á tímabilinu frá nóvember 2024 til mars 2026.
Almenn samstaða virðist vera á meðal vísindamanna um að botni 24. lotu hafi þegar verið náð (í desember 2019) ellegar að það verði í síðasta lagi á þessu ári (2020).
Almennt séð, eru vísindamenn þeirrar skoðunar að fjöldi sólbletta í lotu 25 verði plús/mínus 20% samanborið við þá fyrri.
CIS/B/737/CDV FRUMVARPI HAFNAÐ
IEC (International Electrotechnical Commission) hefur hafnað frumvarpi WPT (Wireless Power Transfer) sem hefði geta haft í för með sér mengun í RF sviðinu upp í 30 MHz.
IARU sendi frumvarpið til aðildarfélaganna til kynningar. Stjórn ÍRA fjallaði um það á stjórnarfundum nr. 3 og 5 starfsárið 2018/19. Það var í framhaldi sent EMC nefnd félagsins til nánari umfjöllunar. Íslenskir radíóamatörar fagna þessari niðurstöðu sem er jákvæð fyrir radíóamatöra sem og aðra notendur sviðsins.
Stjórn ÍRA.
Vefslóð á kynningu IARU: http://rsgb.org/main/files/2018/06/WPT-for-MS_v2brief.pdf
HANDHAFAR DXCC ÁRIÐ 1953
Upplýsingar hafa komið fram um sex ný TF kallmerki sem voru handhafar DXCC viðurkenningarinnar þegar fyrir 67 árum. Þetta kemur m.a. fram í viðtali sem birtist í Alþýðublaðinu 10. janúar 1953 við þáverandi formann ÍRA, Ásgeir Magnússon, TF3AB. Nöfn og kallmerki:
Árni Egilsson, TF3AR.
Einar Pálsson, TF3EA.
Hannes Thorsteinsson, TF3ZM.
Sigurður Finnbogason, TF3SF.
Ingi Sveinsson, TF5SV (síðar TF3SV og TF3C).
Þórhallur Pálsson, TF5TP.
Í 2. tbl. CQ TF 2020 er birt uppfærð DXCC staða TF stöðva 7. mars 2020. Þar koma fram alls 17 íslensk kallmerki. Í ljósi þessara nýju upplýsinga er ljóst, að heildarfjöldi TF kallmerkja, sem eru handhafar DXCC, er a.m.k. 23 talsins. Þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB, fyrir þessar upplýsingar.
Meðfylgjandi lJósmynd er af Einari Pálssyni TF3EA, fyrsta formanni ÍRA, í fjarskiptaherbergi sínu árið 1955. Sjá má m.a. áhugaverðar fjarskiptaviðurkenningar sem prýða herbergið.
DAGUR UPPLÝSINGASAMFÉLAGSINS
APRS STAFVARPI Á REYNISFJALL
Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað uppsetningu APRS stafvarpa, TF1APB, með staðsetningu á Reynisfjalli (63,41417 og 19,02833V). QRG er 144.800 MHz og útgeislað afl er heimilað allt að 25W. Ábyrgðarmenn eru Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT og Magnús Ragnarsson, TF1MT. Þess er vænst að stafvarpinn verði QRV fljótlega, en að sögn TF1MT, hefur búnaður verið gerður klár.
Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem APRS hópurinn fékk að gjöf, ásamt Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digi-peater búnaðinum frá Póllandi, en félagssjóður ÍRA fjármagnaði tvö slík sett í fyrra (2019).
Hamingjuóskir til APRS hópsins með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
MAÍ- JÚNÍHEFTI CQ QSO Í BOÐI UBA
Landsfélag radíóamatöra í Belgíu (UBA), hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að maí- júníhefti félagsblaðsins CQ QSO. Blaðið er bæði á hollensku og frönsku.
ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
Stjórn ÍRA.
https://www.uba.be/sites/default/files/uploads/actual/cq-qso-05-2020.pdf
APRÍL OG MAÍHEFTI Í BOÐI REF
L’association Réseau des Émetteurs Français (REF), landsfélag radíóamatöra í Frakklandi, hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að apríl og maíheftum félagsblaðsins Radio-REF.
ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
Stjórn ÍRA.
ttps://www.r-e-f.org/images/flippingbook/2020_04/2020_04.pdf
https://www.r-e-f.org/images/flippingbook/2020_05/2020_05.pdf
FRUMVARP TIL FJARSKIPTALAGA
Frumvarpi til til nýrra fjarskiptalaga var dreift á Alþingi í dag, 7. maí. Það er m.a. til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB, auk kynningar á uppfærslu reglugerðar ESB um samstarfsvettvang evrópskra eftirlitsaðila, svonefndar BEREC og TSM reglugerðir ásamt uppfærslu eldri gerða samkvæmt tilskipun ESB nr. 2018/1972.
Uppkast að frumvarpinu var til umfjöllunar á stjórnarfundi í ÍRA þann 3. febrúar s.l. Niðurstaða var, að ekki væri sérstök ástæða til umsagnar eða afskipta félagsins, enda áhyggjur manna um að ferlið hreyfði við CE merkingum og undanþágum fyrir radíóamatöra óþarfar, þar sem ekkert væri fjallað um þau mál í frumvarpsdrögunum.
Fundargerðin er birt í heild á bls. 40-42 í 2. tbl. CQ TF 2020 sem kom út 22. mars s.l., vefslóð: http://www.ira.is/…/2020/03/cqtf_34arg_2020_02tbl.pdf…
50 MHZ Í ÞÝSKALANDI
Þýskir radíóamatörar fengu bráðabirgðaheimild (e. preliminary provisional implementation) til notkunar á 50 MHz bandinu í gær (6. maí) sem gildir úr árið 2020. Heimildin byggir á samþykkt radíótíðniráðstefnu ITU (WRC-19).
Heimildin nær til tíðnisviðsins 50.000-52.000 MHz, er á víkjandi grundvelli og leyfir allar tegundir útgeislunar með mest 12 kHz bandbreidd. Skilyrt er að nota loftnet sem senda út lárétt póluð merki.
Aflheimild er tvískipt: 750W fyrir hærra leyfi og 100W fyrir lægra leyfi á tíðnisviðinu 50.000 MHz til 50.400 MHz og mest 25W á tíðnisviðinu fyrir báða leyfisflokka á 50.400-52.000 MHz.
Stjórn ÍRA á í viðræðum við Póst- og fjarskiptastofnun um útfærslu heimilda á 50 MHz hér á landi.
ÁFRAM LOKAÐ Í SKELJANESI
Stjórn félagsins samþykkti í dag, 4. maí, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram, a.m.k. næstu 3-4 vikur – eða til 1. júní n.k.
Ákvörðunin byggir á tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi í dag, 4. maí, og gildir til 1. júní, um að fjöldatakmörkun á samkomum miðast nú við 50 manns í stað 20, að því tilskyldu að tveggja metra reglu sé fylgt.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra segir, að stefnt sé að frekari afléttingu samkomutakmarkana eftir 3-4 vikur, þ.e. á bilinu 25. maí – 1. júní. Þó er áréttað að taka þurfi mið af stöðu faraldursins hér á landi áður en ákvörðun er tekin.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi skilningur.
Stjórn ÍRA.
CQ WW DX KEPPNIN 2019, CW HLUTI
Niðurstöður í morshluta CQ World Wide DX keppninnar 2019 eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2020.
Niðurstöður eru eftirfarandi fyrir TF stöðvar:
TF3VS – 20M, einmenningsflokkur, lágafl: EU=84. sæti/heimur=146. sæti.
TF3W – 20M, einmenningsflokkur, háafl, aðstoð: EU=70. sæti/heimur=98. sæti.
TF3JB – 40M, einmenningsflokkur, háafl, aðstoð: EU=86. sæti/heimur=136. sæti.
TF3EO – Öll bönd, einm. flokkur, lágafl, aðstoð: EU=480. sæti/heimur=875. sæti.
TF3DC, TF3SG, TF3Y og TF4M sendu inn viðmiðunardagbækur (e. check-log).
Eftirtaldir íslenskir leyfishafar kepptu erlendis:
ED8W (TF3CW) – 40M, einmenningsflokkur, háafl: AF=1. sæti/heimur=2. sæti.
OZ1OM (TF3WK) – Öll bönd, lágafl, aðstoð „Classic“: EU=331. sæti/heimur=568. sæti.
Hamingjuóskir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW, sem virkjaði ED8W og náði frábærum árangri: 1. sæti yfir Afríku og 2. sæti yfir heiminn.
Hamingjuóskir til allra þátttakenda.
MAÍHEFTI RADCOM Í BOÐI RSGB
RSGB, landsfélag radíóamatöra í Bretlandi, hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að maíhefti félagsblaðsins RadCom. Blaðið er að þessu sinni 100 blaðsíður að stærð.
ÍRA þakkar RSGB fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
Stjórn ÍRA.
www.rsgb.org/sampleradcom
SKILYRÐIN NÁ HÁMARKI 2024-26
Ný spá SWPC, sem byggir á niðurstöðum NOAA lotu-25 sérfræðingahópsins gerir ráð fyrir að búast megi við hámarki sólbletta nýrrar lotu 25, á bilinu 105 til 125. Hámaki er spáð á tímabilinu frá nóvember 2024 til mars 2026.
Almenn samstaða virðist vera á meðal vísindamanna um að botni 24. lotu hafi þegar verið náð (í desember 2019) ellegar að það verði í síðasta lagi á þessu ári (2020).
Almennt séð, eru vísindamenn þeirrar skoðunar að fjöldi sólbletta í lotu 25 verði plús/mínus 20% samanborið við þá fyrri.
https://www.swpc.noaa.gov/products/aurora-30-minute-forecast
https://link.springer.com/article/10.1007/s41116-020-0022-z/tables/2
(SWPC = Space Weather Prediction Center)
(NOAA = National Oceanic and Atmospheric Administration)