36. CQ WW RTTY DX keppnin fór fram 24.-25. september 2021.

Frestur til að skila dagbókum til keppnisstjórnar rann út á miðnætti 30. september. Dagbókum var skilað inn fyrir alls níu TF kallmerki vegna þátttöku í keppninni í fjórum keppnisflokkum.

TF1AM – einmenningsflokkur – háafl.
TF2CT – einmenningsflokkur – háafl.
TF2MSN – einmenningsflokkur – lágafl.
TF3AO – einmenningsflokkur, aðstoð – háafl.
TF3D – einmenningsflokkur – háafl.
TF3PPN – einmenningsflokkur – lágafl, aðstoð.
TF3VE – einmenningsflokkur – lágafl.
TF3VS – einmenningsflokkur – lágafl.
TF8KY – einmenningsflokkur – háafl.

Niðurstöður verða kynntar í marshefti CQ tímaritsins 2023.

Stjórn ÍRA.

Doreen T. Bogdan-Martin, KD2JTX var kjörin í embætti aðalritara Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) á fundi sambandsins í Búkarest í Rúmeníu fyrr í dag, 28. september.

Þetta er í fyrsta skipti í 157 ára sögu ITU sem kona er valin til að gegna þessu æðsta embætti Alþjóðafjarskiptasambandsins. Hún tekur við embætti 1. janúar 2023.

Radíóamatörar fagna að leyfishafi mun nú gegna þessu mikilvæga embætti.

Stjórn ÍRA.

Vefslóð: https://www.itu.int/en/mediacentre/Pages/PR-2022-09-29-ITU-SG-elected-Doreen-Bogdan-Martin.aspx

.

.

.

Tim Ellam VE6SH forseti International Amateur Union (IARU), Doreen T. Bogdan-Martin KD2JTX viðtakandi aðalritari ITU og Jonathan V. Siverling WB3ERA fulltrúi ARRL Myndin var tekin í Búkarest í Rúmeníu 29. september. Ljósmynd: ITU.

77. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 1.-2. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 1. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 2. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.

QSO punktar fyrir sambönd við stöðvar í Eyjaálfu (e. Oceania) eru: 160m=20; 80m=10, 40m=5, 20m=1, 15m= 1 og 10m=3. Sambönd við stöðvar utan álfunnar gefa ekki punkta. Margfaldarar reiknast fyrir fyrsta samband á hverju bandi við hvert forskeyti kallmerkja í Eyjaálfu. Önnur sambönd gefa ekki margfaldara.

Morshluti keppninnar fer fram viku síðar, helgina 8.-9. október. Vefslóð á keppnisreglur: https://www.oceaniadxcontest.com/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Radíóamatörum hér á landi standa til boða eftirtaldir endurvarpar á VHF og UHF, stafvarpar og/eða internetgáttir á VHF og radíóvitar á VHF.

Endurvarpar í metrabylgjusviðinu (VHF):
TF1RPB – Bláfjöll (2 metrar).
TF1RPE – Búrfell (2 metrar).
TF2RPJ – Mýrar (2 metrar).
TF3RPA – Skálafell (2 metrar).
TF3RPK – Skálafell (2 metrar).
TF5RPD – Vaðlaheiði (2 metrar).

Endurvarpar í sentímetrabylgjusviðinu (UHF):
TF3RPI – Bláfjöll (70 sentímetrar) (stafrænn endurvarpi fyrir D-STAR fjarskiptakerfið).
FM hlekkur – Bláfjöll (70 sentímetrar) (tengdur við TF2RPJ).

Stafvarpar og/eða internetgáttir í metrabylgjusviðinu (VHF):
TF1APA – Búrfell; stafvarpi (64°04.77′ N 19°49.11′ W).
TF1APB – Reynisfjall; stafvarpi (63°24.85′ N 19°01.70′ W).
TF1MT-1 – Landeyjar; stafvarpi/internetgátt (63°35.07′ N 20°09.08′ W).
TF3IRA-1Ø – Reykjavík; stafvarpi/internetgátt (64°07.53′ N 21°56.98′ W) .
TF3RPF – Reykjavík; stafvarpi (64°07.20′ N 21°48.57′ W).
TF5SS – Akureyri; internetgátt (65°38.85′ N 18°06.38′ W).
TF8APA – Grindavík; stafvarpi (63°51.91′ N 22°26.20′ W).
TF1SS-1 – Úlfljótsfjall; stafvarpi (Gráður N-W N/A).

Radíóvitar í metrabylgjusviðinu (VHF):
TF1VHF á 50 MHz – Álftanes á Mýrum.
TF1VHF á 70 MHz – Álftanes á Mýrum.

.

Myndin er af aðstöðunni í Bláfjöllum sem er í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 29. september frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækin yfir netið á Bjargtöngum, Galtastöðum og Raufarhöfn eru í góðu lagi 22. september, nema Airspy R2 SDR viðtækið Perlunni er úti. Unnið er að viðgerð.

KiwiSDR viðtækið sem setja átti upp til prufu í fjarskiptaherbergi ÍRA reyndist bilað, en þess er að vænta að það verði QRV á næstunni.

Bjargtangar. KiwiSDR (10 Khz – 30 MHz): http://bjarg.utvarp.com
Galtastaðir í Flóa. KiwiSDR (10 kHz – 30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan.  Airspy R2 SDR (24 MHz til 1800 MHz). http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn. KiwiSDR (10 kHz – 30 MHz):  http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA.

Hvíta örin bendir á loftnet viðtækisins. Viðtækið hefur verið úti í nokkurn tíma en þess er vænst að það komist fljótlega í gang. Ljósmynd: Karl Georg Karlsson TF3CZ.

36. CQ World Wide RTTY DX keppnin fer fram um næstu helgi. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 á laugardag 24. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 25. september kl. 23.59.

Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: https://cqwwrtty.com/rules.htm

Bestu óskir um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá Íslandi. Nefna má t.d. frábæran árangur TF2R (2017) þegar TF2LL, TF3AO, TF3PPN og TF3IG náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Einnig, að ógleymdum frábærum árangri TF1AM í einmenningsflokki þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn sama ár.

Jón Gunnar Harðarson TF3PPN á lyklaborðinu frá TF2R í Borgarfirði í CQ WW RTTY keppninni 2017. Ljósmynd: TF3AO.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Ath. að töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti á staðnum.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.
Mynd úr félagsstarfinu. Mahías Hagvaag TF3MH, Brynjólfur Jónsson TF5B og Gísli G. Ófeigsson TF3G líta yfir sendingu af QSL kortum í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.

Fyrir þá sem vantar Vatíkanið gefst tækifæri á morgun, laugardaginn 17. september. Þá verður kallmerkið HVØA sett í loftið HF. Upplýsingar á þyrpingu (e. cluster) þegar þar að kemur.

Það er Marija Kostic, YU3AWS mun virkja stöðina á HF a.m.k. á SSB. Marja ætlar að byrja í loftinu upp úr kl. 08 GMT. QSL: IKØFVC.

QTH er Santa Maria di Galeria í útjaðri Rómar sem er útsendingarstaður útvarpsstöðvar Vatíkansins.

Það er ekki algengt að kvenamatörar virki kallmerki Vatíkansins en síðast voru það þær Karen, KM6IND og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD sem voru í loftinu frá Santa Maria di Galeria 2019 og 2020.

Marja YU3AWS mun virkja eitt af kallmerkjum Vatíkansins, HVØA frá Santa Maria di Galeria a.m.k. á morgun, laugardag 17. september.
Myndin er af QSL korti HVØA. Francesco Valsecchi, IKØFVC er QSL Manager.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 15. september fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin á HF og 6 metrum sem hafa verið að koma upp að undanförnu. Rætt um búnað til fjarskipta um QO-100 gervitunglið, en líkur eru á að a.m.k. fjórir nýir TF leyfishafar verði QRV um tunglið fyrir árslok. Þá er áhugi á þátttöku í CQ World Wide RTTY DX keppninni sem fram fer um þarnæstu helgi, 24.-25. september.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 11félagar og 3 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Sigurður Elíasson TF3-044, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Georg Kulp TF3GZ, Benedikt Sveinsson TF3T, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Bandvin Þórarinsson TF3-033.
Kristján Benediktsson TF3KB og Mathías Hagvaag TF3MH.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Markús Alexandersson og Örn Gunnarsson (gestir). Örn áformar að fara á næsta námskeið ÍRA til amatörprófs.
Markús Alexandersson og Örn Gunnarsson, Ljósmyndir: Nr. 1, TF3KB og nr. 2-4, TF3GZ.