,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 15. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 15. september fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin á HF og 6 metrum sem hafa verið að koma upp að undanförnu. Rætt um búnað til fjarskipta um QO-100 gervitunglið, en líkur eru á að a.m.k. fjórir nýir TF leyfishafar verði QRV um tunglið fyrir árslok. Þá er áhugi á þátttöku í CQ World Wide RTTY DX keppninni sem fram fer um þarnæstu helgi, 24.-25. september.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 11félagar og 3 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Sigurður Elíasson TF3-044, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Georg Kulp TF3GZ, Benedikt Sveinsson TF3T, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Bandvin Þórarinsson TF3-033.
Kristján Benediktsson TF3KB og Mathías Hagvaag TF3MH.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Markús Alexandersson og Örn Gunnarsson (gestir). Örn áformar að fara á næsta námskeið ÍRA til amatörprófs.
Markús Alexandersson og Örn Gunnarsson, Ljósmyndir: Nr. 1, TF3KB og nr. 2-4, TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 13 =