,

VATÍKANIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG

Fyrir þá sem vantar Vatíkanið gefst tækifæri á morgun, laugardaginn 17. september. Þá verður kallmerkið HVØA sett í loftið HF. Upplýsingar á þyrpingu (e. cluster) þegar þar að kemur.

Það er Marija Kostic, YU3AWS mun virkja stöðina á HF a.m.k. á SSB. Marja ætlar að byrja í loftinu upp úr kl. 08 GMT. QSL: IKØFVC.

QTH er Santa Maria di Galeria í útjaðri Rómar sem er útsendingarstaður útvarpsstöðvar Vatíkansins.

Það er ekki algengt að kvenamatörar virki kallmerki Vatíkansins en síðast voru það þær Karen, KM6IND og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD sem voru í loftinu frá Santa Maria di Galeria 2019 og 2020.

Marja YU3AWS mun virkja eitt af kallmerkjum Vatíkansins, HVØA frá Santa Maria di Galeria a.m.k. á morgun, laugardag 17. september.
Myndin er af QSL korti HVØA. Francesco Valsecchi, IKØFVC er QSL Manager.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + one =