,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2022, ÚRSLIT

TF útileikarnir fóru fram um verslunarmannahelgina samkvæmt venju, dagana 30. júlí til 1. ágúst. Í þetta sinn var tímabil keppninnar stytt úr þremur í tvo sólarhringa, þannig að hægt var að hafa sambönd frá hádegi á laugardegi til hádegis á mánudegi. Á móti var afnumið hámark á fjölda sambanda á sama bandi milli sömu stöðva.

Alls voru 17 kallmerki skráð til leiks en sendar voru inn dagbókarupplýsingar fyrir 15. Niðurstöður voru eftirfarandi:

1. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 1800 heildarstig.
2. sæti Einar Kjartansson, TF3EK – 1182 heildarstig.
3. sæti Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 867 heildarstig.
4. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 774 heildarstig.
5. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 720 heildarstig.
6. sæti Kristján J. Gunnarsson, TF4WD – 591 heildarstig.
7. sæti Jónas Bjarnason, TF3JB – 321 heildarstig.
8. sæti Georg Magnússon, TF2LL – 228 heildarstig.
9. sæti Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA 171 heildarstig.
10. sæti Erling Guðnason, TF3E 168 heildarstig.
11. sæti Heimir Konráðsson, TF1EIN 132 heildarstig.
12. sæti Valtýr Einarsson, TF3VG 126 heildarstig.
13. sæti Jón Þ. Jónsson, TF3JA – 15 heildarstig.
14. sæti Ársæll Óskarsson, TF3AO – 15 heildarstig.
15. sæti Mathías Hagvaag, TF3MH – 15 heildarstig.

Hamingjuóskir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir verðskuldaðan árangur í fyrsta sætinu. Viðurkenningar í TF útileikunum eru tvennskonar. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, ágrafinn á viðargrunni fyrir bestan árangur og hins vegar eru skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.

Sérstakar þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK umsjónarmanns TF útileikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald. Síðast en ekki síst, þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY sigraði í TF útileikunum 2022 með yfirburðum. Hér má sjá heimasmíðaða loftnetsfestingu hans á bílnum. Á festingunni er CG-3000 sjálfvirk loftnetsaðlögunarrás þar sem hann tengir við 8,5 m. hátt [útdraganlegt] stangarloftnet. Staðsetning: Fyrir ofan golfvöllinn í Garði. Ljósmynd: TF8KY.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × two =