,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2022

36. CQ World Wide RTTY DX keppnin fer fram um næstu helgi. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 á laugardag 24. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 25. september kl. 23.59.

Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: https://cqwwrtty.com/rules.htm

Bestu óskir um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá Íslandi. Nefna má t.d. frábæran árangur TF2R (2017) þegar TF2LL, TF3AO, TF3PPN og TF3IG náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Einnig, að ógleymdum frábærum árangri TF1AM í einmenningsflokki þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn sama ár.

Jón Gunnar Harðarson TF3PPN á lyklaborðinu frá TF2R í Borgarfirði í CQ WW RTTY keppninni 2017. Ljósmynd: TF3AO.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 5 =