Entries by TF3JB

,

SOTA VERKEFNIÐ 20 ÁRA

SOTA verkefnið (Summits On The Air) var stofnað 2. mars 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910. TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeiðið ÍRA til amatörprófs vorið 2022 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars. Jón Björnsson, TF3PW umsjónarmaður setti námskeiðið laust fyrir kl. 19. Sjö þátttakendur voru mættir í kennslustofu í HR og níu voru í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu. Fjartengingar gengu vel og einn þátttakandinn var t.d. staddur erlendis […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars kl. 20. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og kaffimeðlæti. Þrjár sendingar hafa nú borist af margvíslegu radíódóti í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 24. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Lavazza kaffi og bakkelsi. Ágæt mæting, 20 manns í húsi. Töluvert af radíódóti hafði borist dagana á undan, auk þess sem Sigmundur Karlsson, TF3VE bætti um betur og færði félaginu nokkra aflgjafa þegar hann kom í hús. Þeir […]

,

18 SKRÁÐIR Á NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Alls skráðu sig 18 á námskeið ÍRA til amatörprófs sem hefst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars n.k. Námsefni á prenti verður annarsvegar til afhendingar í HR (fyrstu kennslukvöldin) og hinsvegar póstlagt til þeirra sem verða í fjarnámi. Nánar verður haft samband við þátttakendur í tölvupósti með  upplýsingar um fyrirkomulag laugardaginn 26. mars. Þátttakendur […]

,

SKRÁNINGU LÝKUR Í DAG

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst mánudaginn 28. mars n.k. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 24. mars. Sjá vefslóð á skipulag neðar. Stendur yfir 28. mars til 20. maí. Í Háskólanum í Reykjavík. Bæði í stað- og fjarnámi. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí. Námskeiðsgjald: 22.000 krónur. […]

,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2022

CQ World Wide WPX keppnin SSB-hluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem hefst á miðnætti laugardaginn 26. mars og lýkur á miðnætti sunnudaginn 27. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti. Fyrsta sending (af fleirum) af margvíslegu radíódóti er komin í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Verið velkomin […]

,

SKRÁNINGU LÝKUR Á FIMMTUDAG

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst 28. mars n.k. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 24. mars. Sjá vefslóð á skipulag neðar. Stendur yfir 28. mars til 20. maí. Í Háskólanum í Reykjavík. Bæði í stað- og fjarnámi. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí. Námskeiðsgjald: 22.000 krónur. Síðasti […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. MARS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Góður félagsskapur, nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti. Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því […]