,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 2. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. júní.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Vel fór út af nýinnkomnu radíódóti, m.a. allir rafhlöðustaukarnir utan einn, sem var skrúfaður í sundur og voru menn að fá sér ýmist 1 eða 2 geyma sem hver er 12VDC og 9 amperstundir.

Mikið var rætt um skilyrðin á HF og á 4 og 6 metrum, loftnet og uppsetningu í fjölbýlishúsum, ferðalög með tæki og búnað, m.a. á fjallatoppa (SOTA verkefnið) og Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem nú nálgast.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 3 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Magthías Hagvaag TF3MH, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Björgvin Víglundsson TF3BOI, tengdasonur Björgvins sem ætlar í næsta próf til amatörleyfis og Hansi Reiser DL9RDZ. Hansi er fluttur til landsins og var að heimsækja okkur í annað sinn á þessu ári og ætlar að sækja um íslensk kallmerki.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Ársæll Óskarsson TF3AO, Þór Þorisson TF1GW, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Georg Magnússon TF2LL, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Björnsson TF3PW.
Radíódót skoðað. Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Jón Björnsson TF3PW, Benedikt Sveinsson TF3T, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Jón G. Guðmundsson TF3LG, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG (sitjandi) og Mathías Hagvaag TF3MH.

Guðmundur Veturliði Einarsson TF3VL og Valtýr Einarsson TF3VG. Guðmundur er nýr leyfishafi sem lauk prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 21. maí s.l.
Kristján Benediktsson TF3KB og Þór Þórisson TF1GW.
Radíódót sem var í boði á 2. hæð fimmtudaginn 2. júní. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 17 =