Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Ath. að töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti […]

,

VATÍKANIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG

Fyrir þá sem vantar Vatíkanið gefst tækifæri á morgun, laugardaginn 17. september. Þá verður kallmerkið HVØA sett í loftið HF. Upplýsingar á þyrpingu (e. cluster) þegar þar að kemur. Það er Marija Kostic, YU3AWS mun virkja stöðina á HF a.m.k. á SSB. Marja ætlar að byrja í loftinu upp úr kl. 08 GMT. QSL: IKØFVC. […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 15. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 15. september fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin á HF og 6 metrum sem hafa verið að koma upp að undanförnu. Rætt um búnað til fjarskipta um QO-100 gervitunglið, en líkur eru á að a.m.k. fjórir nýir TF leyfishafar […]

,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2022, ÚRSLIT

TF útileikarnir fóru fram um verslunarmannahelgina samkvæmt venju, dagana 30. júlí til 1. ágúst. Í þetta sinn var tímabil keppninnar stytt úr þremur í tvo sólarhringa, þannig að hægt var að hafa sambönd frá hádegi á laugardegi til hádegis á mánudegi. Á móti var afnumið hámark á fjölda sambanda á sama bandi milli sömu stöðva. […]

,

OPIÐ HÚS 15. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 15. september frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

TEKIÐ Á MÓTI EFNI TIL 18. SEPTEMBER

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, þar sem tekið verður á móti efni til 18. september. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýtt CQ TF kemur síðan […]

,

WAE KEPPNIN Á SSB ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn er haldinn nú um helgina 10.-11. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa […]

,

FRÁ OPNUN SKELJANESI 8. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. september fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakir gestir okkar voru Wesley M. Baden, NA1ME frá Maine í Bandaríkjunum og Peter Ens, HB9RYV frá Sursee í Sviss. Mikið var rætt um loftnet. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM sagði okkur m.a. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 1.-7. september 2022. Alls fengu 18 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB), fjarritun (RTTY) og um QO-100 gervitunglið á 2.4 GHz. Bönd: 12, 15, 17, 20, 30, […]

,

FLÓAMARKAÐI ÍRA FRESTAÐ

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði ÍRA sem halda átti í Skeljanesi sunnudaginn 11. september. Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Flóamarkaðurinn verður þess í stað haldinn sunnudaginn 9. október n.k. Fyrir félaga sem eru búsettir úti á landi eða eiga ekki heimangengt í Skeljanes, verður viðburðinum einnig streymt yfir netið. […]