,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 20. október er tvennt í boði í Skeljanesi.

Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“.
Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151.

Kl. 20:30: Erindið „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“.
Sigurður Harðarson, TF3WS flytur.

Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Veglegar kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Námskeiðið “Fyrstu skrefin” eru hugsað fyrir nýja leyfishafa sem hafa áhuga á að sækja sér leiðbeiningar um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Um er að ræða einkatíma með reyndum leyfishafa. Leiðbeinandi kynnir í stuttu máli grundvallaratriði og ríkjandi hefðir innan áhugamálsins. Markmiðið er að nýr leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Nýr leyfishafi og leiðbeinandi ræða saman þar sem spurningum er svarað og að því búnu er farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Tímasetning námskeiðs og yfirferð getur að vissu marki verið sveigjanleg með samráði nýs leyfishafa og leiðbeinanda. Áríðandi er að áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is með góðum fyrirvara.

Óskar Sverrisson TF3DC og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Myndin var tekin á námskeiði Óskars um „Fyrstu skrefin“ í Skeljanesi.
Sigurður Harðarson TF3WS. Myndin var tekin fyrr á árinu þegar Siggi færði félaginu radíódót í Skeljanes. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + fifteen =