,

Frábært fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Sigurður Harðarson, TF3WS heimsótti okkur í Skeljanes 20. október með erindið: „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“.

Sigurður hefur ártaugareynslu af uppsetningu og viðhaldi fjarskiptakerfa, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Að þessu sinni sagði hann okkur frá þegar hann var kallaður til Grænlands til að fá keðju endurvarpa á VHF og UHF til að virka, sem tókst að sjálfsögðu.

Siggi fór með okkur upp á Grænlandsjökul í máli og myndum og útskýrði afar vel erfiðar aðstæður á jöklinum og hvernig hann fór að því að leysa verkefnið. Sigurður, sem er afburða sögumaður segir skemmtilega frá og húmorinn er aldrei langt undan. Og til marks um áhuga viðstaddra var ekkert kaffihlé gert. Og eftir að erindinu lauk héldu umræður áfram fram undir kl. 23 þegar húsið var yfirgefið.

Sérstakar þakkir til Sigurðar fyrir frábært fimmtudagskvöld. Alls mættu 33 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Sigurður Harðarson TF3WS í pontu.
Sigurður sýndi okkur margar glærur og ljósmyndir frá verkefninu á Grænlandi.
Slegið á létta strengi þegar tvær mínútur voru í að Sigurður byrjaði. Frá vinstri: Heimir Konráðsson TF1EIN, Guðlaugur Ingason TF3GN, Árni Þór Ómarsson TF3CE (standandi), Georg Kulp TF3GZ og Ágúst H. Bjarnason TF3OM.
Tveir góðir. Sigurður Harðarson TF3WS og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Kristján Benediktsson TF3KB, Andrés Þórarinsson TF1AM, Guðjón Egilsson TF3WO og Benedikt Guðnason TF3TNT.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Einar Ríkharðsson (sonur Ríkharðs Sumarliðasonar TF3RS) og Jón G. Guðmundsson TF3LM.
Að loknu erindi fengu menn sér kaffi og var rætt áfram fram undir kl. 23. Frá Vinstri: Árni Þór Ómarsson TF3CE, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél), Sigurður Harðarson TF3WS og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × two =