Entries by TF3JB

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 10.-16. FEBRÚAR

Teknar hafa verið saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á HF böndunum vikuna 10.-16. febrúar 2021. Tvær fyrri samantektir voru gerðar 3.-9. og 25.-31. janúar s.l. Alls voru 18 TF kallmerki skráð á þyrpingu nú samanborið við 13 síðast. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum (FT8, FT4), en […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 18. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. febrúar. Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskipta-herbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin á venjulegum opnunartíma, […]

,

SKELJANES OPNAÐI Á NÝ 11. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar. Þá voru liðnir fimm mánuðir frá því síðast var opið, þ.e. um miðjan september 2020. Menn byrjuðu að mæta fljótlega upp úr kl. 20. Allir virtu andlitsgrímuskyldu og við inngöngu í salinn voru menn beðnir um að spritta hendur. Fjörugar umræður byrjuðu fljótlega að […]

,

S55ZMS ER NÝR RADÍÓVITI Á 40 MHZ

Nýr radíóviti, S55ZMS, er virkur á 40.570 MHz á 8 metra bandi.  Hann sendir út á morsi og PI4 stafrænni mótun. Vitinn varð virkur 9. febrúar 2021. Sendiafl er 7W og loftnet er láréttur tvípóll. Loftnet vitans er staðsett á einum af loftnetsturnum keppnisstöðvarinnar S53M í norðausturhluta Slóveníu. Þetta er fjórði radíóvitinn á 8 metrum, […]

,

CQ WPX RTTY KEPPNIN 2021

CQ WPX World Wide RTTY keppnin verður haldin helgina 13.-14. febrúar. Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur […]

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 11. FEBRÚAR

Með tilvísan til nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 8. febrúar og gildir til 3. mars n.k. og í ljósi þess að sóttvarnalæknir telur í lagi að ráðast í varfærnar tilslakanir, hefur stjórn ÍRA ákveðið, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar. Grímuskylda verður í […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN Á 160M

Keppnisgögn voru send fyrir þrjú íslensk kallmerki í morshluta CQ WW DX 160 metra keppninnar 2021 sem fram fór 29.-31. janúar s.l. Íslensku stöðvarnar skiptust á þrjá keppnisflokka: TF1AM –  einmenningsflokkur , aðstoð, háafl. TF3SG – einmenningsflokkur, háafl.          TF3Y – einmenningsflokkur, lágafl. Lokaniðurstöður verða birtar í ágústhefti CQ tímaritsins 2021.    https://www.cq160.com/logs_received_cw.htm

,

AUKIN BJARTSÝNI UM OPNUN 18 FEBRÚAR

Eftirfarandi upplýsingar komu fram í fjölmiðlum í dag, 4. febrúar: „Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að hann myndi senda minnisblað á heilbrigðisráðuneytið öðrum hvorum megin við helgi um vægar tilslakanir á sóttvarnalögum. Að öðru leyti vildi Þórólfur ekki tjá sig um með hvaða hætti þær tilslakanir yrðu“ Heimild: https://www.mbl.is/frettir/ Þessar upplýsingar vekja aukna […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI-II

Nýlega voru teknar saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 3.-9. janúar 2021. Til fróðleiks var gerð ný samantekt (VIRKNI-II) fyrir vikuna 25-31. janúar. Alls voru 13 TF kallmerki skráð á þyrpingu nú samanborið við 14 kallmerki áður. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum (FT8, FT4), en einnig […]

,

FUNDARGERÐIR STJÓRNAR OG AÐALFUNDA

Heimasíða félagsins er til uppfærslu um þessar mundir. Byrjað er að uppfæra  undirsíður sem halda utan um fundargerðir stjórnarfunda og aðalfunda á tímabilinu 2018-2020. Þar til vinnunni er lokið má finna gögnin samkvæmt neðangreindum upplýsingum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Stjórn ÍRA. FUNDARGERÐIR STJÓRNARFUNDA 2018-2020:Frá: 20.3.2018 til 16.1.2019; bls. 91-122 […]