,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 11. FEBRÚAR

Með tilvísan til nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 8. febrúar og gildir til 3. mars n.k. og í ljósi þess að sóttvarnalæknir telur í lagi að ráðast í varfærnar tilslakanir, hefur stjórn ÍRA ákveðið, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar.

Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin á venjulegum opnunartíma, kl. 20-22.

Rúmir 5 mánuðir eru síðan félagaðstaðan var síðast opin, þann 17. september (2020).

Verið verkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × four =