Entries by TF3JB

,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2022, ÚRSLIT

TF útileikarnir fóru fram um verslunarmannahelgina samkvæmt venju, dagana 30. júlí til 1. ágúst. Í þetta sinn var tímabil keppninnar stytt úr þremur í tvo sólarhringa, þannig að hægt var að hafa sambönd frá hádegi á laugardegi til hádegis á mánudegi. Á móti var afnumið hámark á fjölda sambanda á sama bandi milli sömu stöðva. […]

,

OPIÐ HÚS 15. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 15. september frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

TEKIÐ Á MÓTI EFNI TIL 18. SEPTEMBER

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, þar sem tekið verður á móti efni til 18. september. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýtt CQ TF kemur síðan […]

,

WAE KEPPNIN Á SSB ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn er haldinn nú um helgina 10.-11. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa […]

,

FRÁ OPNUN SKELJANESI 8. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. september fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakir gestir okkar voru Wesley M. Baden, NA1ME frá Maine í Bandaríkjunum og Peter Ens, HB9RYV frá Sursee í Sviss. Mikið var rætt um loftnet. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM sagði okkur m.a. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 1.-7. september 2022. Alls fengu 18 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB), fjarritun (RTTY) og um QO-100 gervitunglið á 2.4 GHz. Bönd: 12, 15, 17, 20, 30, […]

,

FLÓAMARKAÐI ÍRA FRESTAÐ

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði ÍRA sem halda átti í Skeljanesi sunnudaginn 11. september. Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Flóamarkaðurinn verður þess í stað haldinn sunnudaginn 9. október n.k. Fyrir félaga sem eru búsettir úti á landi eða eiga ekki heimangengt í Skeljanes, verður viðburðinum einnig streymt yfir netið. […]

,

UNNIÐ UTANDYRA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í dag, 6. september. Verkefni dagsins var að festa upp á ný fæðilínur og stýrikapla fyrir M2  VHF og UHF Yagi loftnet félagsins, formagnarana frá SSB-Electronic og Yaesu G-5400B rótorinn. Þessir kaplar hafa samám saman verið að losna úr festingunum við þakrennuna á húsinu og lágu undir […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22 fimmtudaginn 8. september. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

NÝTT LOFTNET OG RÓTOR FYRIR TF3IRA

Fjórði fundur í stjórn ÍRA 2022/23 var haldinn í Skeljanesi 1. september. Á fundinum var m.a. gerð samþykkt um kaup á nýju loftneti og rótor fyrir félagsstöðina TF3IRA. Lofnetið er frá OptiBeam, gerð OBDYA9-A fyrir fjögur bönd, 17, 15, 12 og 10 metra. Rótorinn er frá Pro.Sis.Tel. af gerð PST-2501D. Fram kom á fundinum, að […]