,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 11. nóvember 2022. Sextán TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (13.8.2022).

Benedikt Sveinsson, TF3T er nýr á íslenska DXCC listanum. Hann kemur inn með sex nýjar viðurkenningar; DXCC Phone, DXCC 80m, DXCC 40m, DXCC 20m, DXCC 15m og DXCC 10m.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A kemur inn á listann með tvær nýjar DXCC viðurkenningar; DXCC 10m og DXCC Challenge. Ari hafði 9 DXCC viðurkenningar fyrir og er nú alls með 11.

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 24 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

TF kallmerki með DXCC skráningu: Virk skráning (16): TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3DT, TF3EK, TF3G, TF3IRA, TF3JB, TF3MH, TF3SG, TF3T, TF3VS, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX. Óvirk skráning (3): TF3IM, TF3SV og TF2WLC. Eldri kallmerki með óvirka skráningu (5): TF3AR, TF3EA, TF3SG, TF3ZM og TF5TP.

Hamingjuóskir við viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 2 =