,

SKELJANES 10. NÓVEMBER

Vetrardagskrá ÍRA hélt áfram 10. nóvember. Að þessu sinni var komið að félagsfundi sem var settur stundvíslega kl. 20:30. Fundarstjóri var kjörinn TF3JB og fundarritaði TF3UA. Tvö mál voru á dagskrá, erindið „Uppbygging TF3IRA í Skeljanesi“ og liðurinn „Önnur félagsmál“.

Kl. 20:35 hófst erindi kvöldsins sem skiptist í fimm hluta:

  1. Sagan.
  2. Stöðugreining.
  3. Markmið: Uppbygging, markmið og greining á núverandi stöðu.
  4. Uppfylling markmiða – lýsing verkefna.
  5. Að lokum.

Flutningur tók um 45 mínútur. Heimilaðar voru spurningar meðan á flutningi stóð og var þeim svarað strax. Einnig bárust góðar ábendingar úr sal. Í heild voru viðstaddir ánægðir með stefnu stjórnar félagsins í málefnum félagsstöðvarinnar. 

Sjá vefslóð á erindið hér: http://www.ira.is/erindid-uppbygging-tf3ira-i-skeljanesi-flutt-10-november-2022/

Undir liðnum önnur mál var m.a. rætt um framtíð hússins í Skeljanesi. Fram kom m.a. að fyrirhuguð endurbygging hefur tafist hjá húseiganda sem talið er að stafi af fjarhagsstöðu Borgarinnar nú um stundir. Einnig veltu menn fyrir sér reglugerðarmálum, m.a. 70cm bandinu. Fram kom að reglugerðarmál verða til umfjöllunar á sófasunnudegi í næsta mánuði (desember) samkvæmt vetrardagskrá. Félagsfundi var slitið kl. 21:40 og þakkaði fundarstjóri góða mætingu. Fundargerð verður til birtingar í næsta hefti CQ TF.

Erlendur gestur okkar í Skeljanesi var Thomas K. Zicarelli, KA1IS frá Bethel í Maine í Bandaríkjunum. Hann hefur heimsótt landið a.m.k. tvisvar sinnum áður og tók m.a. þátt í CQ WW WPX CW keppninni í fyrra (2021) frá Akureyri. Vel heppnað fimmtudagskvöld. Alls mættu 22 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes í hlýju vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Eftir setningu félagsfundar flutti Jónas Bjarnason TF3JB erindi fyrir hönd stjórnar um uppbyggingu félagsstöðvarinnar TF3IRA.
Í heild voru viðstaddir ánægðir með stefnu stjórnar félagsins í málefnum félagsstöðvarinnar.

Síðasta glæran og kaffihlé gert á félagsfundinum.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Kristján Benediktsson TF3KB. Fjær: Óskar Sverrisson TF3DC og Yngvi Harðarson TF3Y.
Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Mathías Hagvaag (bak í myndavél), Georg Magnússon TF2LL og Benedikt Sveinsson TF3T.
Yngvi Harðarson TF3Y og Thomas K. Zicarelli, KA1IS. Fjær: Björgvin Víglundsson TF3BOI og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmyndir: TF3DC, TF3JB og TF3KB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + six =