,

WAE RTTY KEPPNIN 2022

Ein af stóru RTTY keppnum ársins  er Worked All Europe (WAE) keppnin. Hún verður haldin helgina 12.-13. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.

Í RTTY hlutanum gilda þær sérreglur, að er öllum heimilt að samband við alla. Það þýðir að sambönd á milli þátttakenda innan Evrópu eru heimil. QTC viðskipti verða hins vegar að eiga sér stað á milli stöðva á ólíkum meginlöndum.

Sambönd við hverja nýja WAE einingu (e.WAE entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði W, VE, VK, ZL, ZS, JA, BY, PY og RA8/RA9 og RAØ. Sjá nánar reglur. Til skýringar: WAE listi keppninnar samanstendur af fleiri einingum en DXCC (sjá skýringar í keppnisreglum).

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir. Það er DARC, landsfélag radíóamatöra í Þýskalandi sem heldur keppnina.

Skilað var inn keppnisgögnum fyrir fjögur TF kallmerki í fyrra (2021): TF2CT, TF2MSN, TF3AO og TF3PPN.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Keppnisreglur: https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/wae-rules/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 13 =