,

SKELJANES LAUGARDAG 5. NÓVEMBER

Stefán Arndal T3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB á góðri stundu í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3KX.

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Á laugardag 5. nóvember kl. 11:00 munu Stefán Arndal, TF3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB standa fyrir viðburðinn: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes“.

Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki upp úr hádegi, en húsið verður opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauðslengja frá Björnsbakaríi.

Hugmyndin er að menn komi með sem flestar gerðir lykla á staðinn og segi frá tegund og gerð yfir kaffibolla – og ef einhver saga fylgir. Hægt verður að tengja lyklana við hljóðgjafa (súmmer) sem verður á staðnum.

Þegar talað er um lykla er átt við allar gerðir morslykla, þ.e. handlykla, pöllur (spaðalykla), bögga (Vibroplex) og allar gerðir sem hægt er að nota til að senda með mors.

Verið velkomin á laugardagsopnun í Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.

Frá síðasta “morsdegi” í Skeljanesi. Frá vinstri: Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN (bak í myndavél), Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Óskar Sverrisson TF3DC, Stefán Arndal TF3SA og Benedikt Sveinsson TF3T.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × one =