SKELJANES Á FIMMTUDAG
Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 27. október er tvennt í boði í Skeljanesi. Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151. Kl. 20:30: Erindið „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM flytur. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. […]
