Entries by TF3JB

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 27. október er tvennt í boði í Skeljanesi. Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151. Kl. 20:30: Erindið „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM flytur. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2022

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 29.-30. október. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. […]

,

SKEMMTILEGUR SÓFASUNNUDAGUR

Jónas Bjarnason, TF3JB mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 23. október. Umræðuþema var: „Hagnýtt gildi QRZ.COM, Eham.net og fleiri vefja fyrir radíóamatöra“. Farið var yfir efni fyrir radíóamatöra á völdum heimasíðum á netinu: QRZ / EHAM / DXSUMMIT / CONTESTCALENDAR / ON4KST / CLUBLOG / DXNEWS / DX.PROPAGATION / DAILYDX / SHERWENG og […]

,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Sunnudag 23. október kl. 11:00 verður Jónas Bjarnason, TF3JB með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Hagnýtt gildi QRZ.COM, Eham.net og fleiri vefja fyrir radíóamatöra“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og […]

,

Frábært fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Sigurður Harðarson, TF3WS heimsótti okkur í Skeljanes 20. október með erindið: „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“. Sigurður hefur ártaugareynslu af uppsetningu og viðhaldi fjarskiptakerfa, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Að þessu sinni sagði hann okkur frá þegar hann var kallaður til Grænlands til að fá keðju endurvarpa á VHF og […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 20. október er tvennt í boði í Skeljanesi. Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151. Kl. 20:30: Erindið „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“. Sigurður Harðarson, TF3WS flytur. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og […]

,

SKEMMTILEGUR SÓFASUNNUDAGUR

Yngvi Harðarson, TF3Y mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 16. október. Umræðuþema var: „Keppnir og keppnisþátttaka“. Afar áhugaverðar, fróðlegur og skemmtilegar umræður. Yngvi velti fyrir sér í upphafi og spurði menn: „Hvað eru keppnir, hvers vegna tökum við þátt í keppnum og hvernig náum við árangri?“. Og upp frá því rúllaði boltinn. Fjallað […]

,

VEFSLÓÐ Á VETRARÁÆTLUN Á HEIMASÍÐU

Sérstök vefslóð hefur verið sett inn á opnunarsíðu heimasíðunnar (fréttasíðuna) með hlekk á nýju vetraráætlunina. Í horninu efst til hægri á klippunni fyrir neðan má sjá: VETRARDAGSKRÁ OKT.-DES. 2022 Opna dagskrána Það nægir að smella á „Opna dagskrána“ (þegar heimsíðan hefur verið opnuð) og þá birtist vetrardagskráin á skjánum. Stjórn ÍRA.

,

SKELJANES SUNNUDAG 16. OKTÓBER

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Sunnudag 16. október kl. 11:00 verður Yngvi Harðarson, TF3Y með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Keppnir og keppnisþátttaka“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnaði kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauðslengja frá Björnsbakaríi. Sunnudagsopnanir (stundum nefndar […]

,

JAMBOREE ON THE AIR 2022

JOTA, Jamboree On The Air og JOTI, Jamboree On The Inernet viðburðirnir verða haldnir 14.-16. október. Þessa helgi standa radíóskátar um allan heim fyrir virkni á amatörböndunum og geta ungliðar í skátahreyfingunni fengið að tala í amatörstöðvar við aðra um heiminn, undir stjórn leyfishafa. Kallmerkið TF1JAM verður sett í loftið frá skátamiðstöðinni að Úlfljótsvatni. Þau […]