Entries by TF3JB

,

VEL HEPPNAÐUR FLÓAMARKAÐUR

Flóamarkaður ÍRA að hausti fór fram 9. október í Skeljanesi og var í fyrsta sinni haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu. Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í […]

,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA Í DAG

Flóamarkaður ÍRA verður haldinn í Skeljanesi í dag, sunnudag 9. október frá kl. 13-16. Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboð hefst stundvíslega kl. 14:00. Forskráningu á uppboðið með tölvupósti til ira@ira.is var lokað kl. 09 […]

,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA verður haldinn í Skeljanesi á morgun, sunnudag 9. október frá kl. 13-16. Annars vegar verða tæki/búnaður í boði sem stillt er upp í salnum. Hins vegar verða tæki/búnaður (þeirra sem þess óska) boðinn upp á staðnum með fjaraðgangi yfir netið [sem opnar kl. 14]. Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að […]

,

VEL HEPPNUÐ VERÐLAUNAAFHENDING

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri vetraráætlun var 6. október. Dagskrá var sett kl. 20:30 og fluttu þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikanna og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna stutt erindi um viðburðina. Að því loknu voru afhent verðlaun og viðurkenningar. Sérstakir gestir félagsins voru þeir Charles Patterson Byers, VE3EUR frá Ottawa í Kanada […]

,

AFHENDING VERÐLAUNA ER Í KVÖLD

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 6. október í Skeljanesi, kl. 20:30 stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er samkvæmt eftirfarandi: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna VHF/UHF leikanna 2022 og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Kaffiveitingar. Stjórn ÍRA.

,

FLÓAMARKAÐUR Á SUNNUDAG

1. Flóamarkaðurinn verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16. 2. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði. 3. Húsið verður opnað kl. 12:00 á sunnudag fyrir þá félaga […]

,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA 2022 verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði. Nýjung er, að uppboðinu verður streymt yfir netið þannig […]

,

OCEANIA DX CW KEPPNIN 2022

Oceania DX keppnin á morsi verður haldin um næstu helgi, 8.-9. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 8. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 9. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og […]

,

NÝ VETRARDAGSKRÁ HEFST 6. OKTÓBER

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 6. október í Skeljanesi, kl. 20:30 stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er samkvæmt eftirfarandi: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna VHF/UHF leikanna 2022 og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Kaffiveitingar. Verðlaunahafar í VHF/UHF leikunum: 1. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Því fylgir ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 4. tbl. 2022. Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 2. október. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/10/CQTF-4-2022.pdf Félagskveðjur og 73, Stjórn ÍRA.