,

GÓÐUR SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Jónas Bjarnason, TF3JB mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 27. nóvember. Umræðuþema var: „Nýjungar í HF stöðvum á markaði fyrir radíóamatöra“. Til hliðsjónar var grein hans um HF stöðvar á markaði sem birtist í 2. tbl. CQ TF í mars 2020.

Farið var yfir helstu breytingar sem orðið hafa í framboði HF stöðva til dagsins í dag. Fram kom m.a. að á markaði eru nú 52 mismunandi HF stöðvar fyrir radíóamatöra frá 20 framleiðendum.

Eftirfarandi stöðvar voru sérstaklega skoðaðar/ræddar: Alinco DX-SR9E 100W 160-6M, Apache Labs Anan 8000DLE MK II 500W 160-6M, Elecraft K4/K4D 100W 160-6M, Expert MB1 Prime, 100W 160-6M, FlexRadio 6600M 160-6M, Icom IC-7300 100W 160-6M, Yaesu FT-710 AESS 100W 160-6M og Yaesu FT-891 100W 160-6M.

Fjallað var um efstu stöðvar á lista Sherwood samkvæmt „Third-order dynamic range narrow spaced“ og að lokum var rætt um vísbendingar um nýjar væntanlegar HF stöðvar, núverandi gerðir sem verða uppfærðar og um nýja tækni sem búist er við að verði innleidd í framleiðsluna á næstu misserum.

Fjörugar umræður urðu að lokinni kynningu sem lauk um kl. 13:45. Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem kynnti m.a. nýju Elecraft K4D stöðina sem hann og bróðir hans, Guðmundur Sveinsson, TF3SG fengu til landsins í byrjun þessa mánaðar.

Þakkir til Jónasar Bjarnasonar, TF3JB fyrir áhugaverða yfirferð um HF stöðvar fyrir radíóamatöra, núverandi stöðu og hvers er að vænta í búnaði þeirra á næstunni. Alls mættu 14 félagsmenn og 2 gestir þennan frostmilda fyrsta sunnudag í aðventu 2022.

Stjórn ÍRA.

Sófasunnudagur á messutíma í Skeljanesi sunnudag 27. nóvember. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Mathías Haagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, Erling Guðnason TF3E, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Óskar Sverrisson TF3DC og Jónas Bjarnason TF3JB.
Oddur F. Helgason, Sigurður Harðarson TF3WS, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Óskar Sverrisson TF3DC og Jón G. Guðmundsson TF3LM. Ljósmyndir TF3KB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + fourteen =