NÝI TURNINN TILBÚINN TIL UPPSETNINGAR
Georg Magnússon, TF2LL hafði flutt turneiningarnar (sem TF3T gaf félaginu síðla ágústmánaðar) til frágangs heim í Borgarfjörð (þar sem hann hefur góða verkstæðisaðstöðu) skömmu eftir að félagið fékk einingarnar afhentar.
Þann 23. nóvember flutti hann einingarnar síðan aftur í Skeljanes og var þá búinn að gera turninn upp. Því til viðbótar hafði hann smíðað sérstaka veggfestingu sem gerir mögulegt að fella turninn.
Georg hafði ætlað sér að ganga frá veggfestingunni til að undirbúa það að reisa turninn, en þá kom í ljós að nýlega hafði verið flutt og sett niður járnadót og bárujárnsplötur á staðinn sem hindraði þá vinnu (sbr. myndir). En nýi turninn verður settur niður eilítið austar en áður var fyrirhugað (í næsta girðingarbili við hliðina) til að geta fellt turninn með loftnetinu á – í norður (inn í portið).
Nærri þeim stað þar sem félagið hefur fengið leyfi til að reisa nýja turninn eru m.a. númerslausar bifreiðar sem þarna hafa verið lengi. Ennfremur er kofaskrifli þar líka. Bæði bílarnir og kofinn hindra nokkuð aðgengi að staðnum. Georg telur hinsvegar, að verði kofinn færður séu okkur allir vegir færir ásamt því að færa járnadótið og bárujárnsplöturnar sem nefndar eru að ofan um 20-30 metra.
Miðvikudaginn 23. nóvember var því ekki unnið neitt á staðnum, annað en að afferma turneiningar, veggfestingar, „hard-line“ fæðilínu, balun og stýrikapal, auk sjórnkassans fyrir Pro.Sis.Tel rótorinn. Það dót var flutt til geymslu í QSL herbergi félagsins.
Turninn er nú samsettur í tveimur fimm metra löngum einingum og lítur út eins og nýr. Nánast öllum boltum var skipt út. Og, búið er að ganga frá rótornum á sinn stað á þar til gerða festingu (sem Georg smíðaði), auk þess sem hann smíðaði allt í kringum nýja topplegu (þar fyrir ofan).
Sérstakar þakkir til Georgs fyrir alla þessa vinnu og ekki síst, vönduð og fagleg vinnubrö gð.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!