,

ARRL 10 METRA KEPPNIN 2022

ARRL 10 metra keppnin fer fram helgina 10.-11. desember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er heimiluð í mest 36 klst.

Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á hvorri tegund útgeislunar. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer. W-stöðvar senda RS(T) og ríki í Bandaríkjunum og VE-stöðvar RS(T) og fylki í Kanada.

Keppnin fer samtímis fram á tali og morsi. Heimilt er að taka þátt eingöngu á tali, á morsi eða hvoru tveggja (e. mixed mode). Sjá nánar í keppnisreglum.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

http://www.arrl.org/10-meter
http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Rules%20PDFs/2022/ARRL%2010%20Rules%20-%201_08%20-%202022.pdf

Icom IC-7410 100W HF/50 MHz sendi-/móttökustöð með Icom HM-36 handhljóðnema. Við stöðina er tengdur Warfdale Modus hátalari og Daiwa CN-801 standbylgju-/aflmælir. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 14 =