,

FRÁ FÉLAGSFUNDI Í ÍRA 1. DESEMBER

Guðmundur Sigurðsson TF3GS upplýsir fundarmenn um stafvarpa og internetgáttir í metrabylgjusviðinu (VHF).

Vetrardagskrá ÍRA hélt áfram 1. desember. Að þessu sinni var komið að félagsfundi um “VHF og UHF málefni” og var fundur settur stundvíslega kl. 20:30.

Eftirfarandi tillaga að dagskrá var lögð fram og samþykkt samhljóða: (1) Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara og tillaga að dagskrá. (2) Flutningur erindis um VHF og UHF málefni.  (3) Umræður um stöðu VHF og UHF tíðnisviðanna. (4) Önnur mál. (5)  Fundarslit. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS var kjörinn fundarstjóri og Georg Kulp, TF3GZ var kjörinn fundarritari.

Kl. 20:35 hófst erindi kvöldsins sem var í höndum Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS og Jónasar Bjarnasonar, TF3JB. Þeir félagar skiptust á að fjalla um efnið á mismunandi glærum:

1. Heimildir okkar á 50 MHz til 250 GHz samkvæmt reglugerð.
2. Helsta notkun hér á landi.
3. Búnaður félagsstöðvarinnar TF3IRA.
4. Framtíðarsýn.

Skemmtileg innkoma var frá Benedikt Sveinssyni, TF3T sem sagði okkur frá fyrsta EME sambandinu frá Íslandi sem hann hafði í júlí 2010 á 50 MHz.

Fyrirspurnir voru afgreiddar jafn óðum og í lokin var töluvert rætt um neyðarfjarskipti, sem var áhugaverð umræða. Menn voru einnig forvitnir um APRS, sbr. kallmerkið TF3IRA-1Ø sem er frá APRS stöð félagsins. Guðmundur (TF3GS) skýrði þau mál vel og benti á að næsta fimmtudag (8. desember) verður hann einmitt með sérstakt erindi um APRS í félagsaðstöðunni. Engar umræður urðu undir liðnum önnur mál og var ágætum félagsfundi slitið kl. 22:05. Bestu þakkir til embættismanna fundarins fyrir góð störf.

Slóð á glærur fundarins: [GLÆRUR]

Sérstakir gestir félagsins voru þau Gerald W. „Wayne“ Nixon, NØAD og XYL Heather M. Nixon, NØADN frá borginni Centennial í Colorado. Alls mættu 24 félagsmenn og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu rigningarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Innsetning 5.12.2022: Guðmundur kemur með APRS búnað sem verður til sýnis í fundarhléi.

Jónas Bjarnason TF3JB kynnti hluta af glærunum staðsettur úti í sal.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fundarstjóri hafði margt fróðlegt að leggja til málanna.
Benedikt Sveinsson TF3T sagði okkur frá fyrsta EME sambandinu frá TF.
Sérstakir gestir félagsins fimmtudagskvöldið 1. desember: Heather M. Nixon, NØADN og Gerald W. „Wayne“ Nixon, NØAD í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Þau eru búsett í borginni Centennial í Colorado
Töluvert hefur borist af radíódóti til félagsins að undanförnu. Jón Svavarsson TF3JON fann m.a. þetta tæki sem sem honum leist vel á. Aðrir á mynd: Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON (allar nema neðasta mynd sem er frá TF3JB).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 3 =