,

FIMMTUDAG 8. DESEMBER Í SKELJANESI

Myndin var tekin þegar Guðmundur Sigurðsson TF3GS fjallaði um stafvarpa og internetgáttir á félagsfundi ÍRA 1. desember s.l.

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 8. desember kl. 20:30. Þá mætir Guðmundur Sigurðsson, TF3GS með erindið: „APRS skilaboða- og ferilvöktunarkerfið (Automatic Packet Reporting System)“.

Guðmundur mun m.a. lýsa uppbyggingu APRS sem ferilvöktunarkerfis fyrir radíóamatöra og hvernig t.d. má líka senda stutt textaskilaboð í samskiptum, án aðkomu tölvu. Kerfið er ekki dýrt í uppsetningu og sú reynsla sem íslenskir radíóamatörar hafa aflað nú í meir en áratug sýnir, að koma má upp samtengdu kerfi stafvarpa (e. digipeters) sem veita vöktun á stór-Reykjavíkursvæðinu (og víðar um landið) – allt eftir fjölda stafvarpa og staðsetningu þeirra, en kerfið vinnur á 144.800 MHz í metrabylgjusviði.

Félagsmenn eru hvattir til að láta erindi Guðmundar ekki fram hjá sér fara. Kaffiveitingar í fundarhléi.

Stjórn ÍRA.

Innsetning 6.12.2022: Guðmundur kemur með APRS búnað sem verður til sýnis í fundarhléi.

Myndin er af Yaesu FT-7900E VHF/UHF FM stöð TF3IRA og Icom IC-208H VHF APRS stöð TF3IRA-1Ø sem hefur verið QRV frá Skeljanesi í 4 ár (frá 15.12.2018). Ljósmyndir: TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =