Entries by TF3JB

,

TF1A Í SKELJANESI Á LAUGARDAG

Kynning verður í Skeljanesi laugardaginn 21. janúar kl. 14-16. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætir á staðinn og kynnir ódýrar lausnir til viðtöku merkja frá QO-100 gervihnettinum. Hann sýnir hve einfalt, ódýrt og fljótlegt er að koma upp búnaði til viðtöku gegnum loftnet innandyra. Kaffi og bakkelsi frá Björnsbakaríi. Hvetjum félagsmenn að láta þetta tækifæri ekki […]

,

HUNGARIAN DX KEPPNIN 2023

Hungarian DX keppnin verður haldin 21.-22. janúar. Keppnin fer fram morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Öll sambönd gilda og í boði eru 16 keppnisflokkar. QSO punktar: 2 fyrir QSO innan EU, 5 utan og 10 fyrir QSO við HA stöðvar. Ef þátttaka er bæði á SSB og CW […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 19. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 19. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða fram á sunnudagskvöld 15. janúar. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Ath. að nýjung er, að félagsmönnum er boðið að […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 12. JANÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. janúar. Sérstakir gestir félagsins voru þau Hansi Reiser, DL9RDZ og XYL Fiona Reiser, CT2KJT. Hann hefur verið búsettur hér á landi í rúmt ár og hefur heimsótt okkur áður en nú er Fiona einnig flutt til Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á tækninni eins og Hansi og var […]

,

NRAU-BALTIC KEPPNIN 2023

Samtök norrænna landsfélaga radíóamatöra (Nordisk Radio Amatør Union, NRAU) gangast fyrir tveimur virknikeppnum sunnudaginn 15. janúar. Þetta er 2 klst. viðburðir; á 80 metrum og 40 metrum. SSB keppnin fer fram kl. 06:30-08:30; ogCW keppnin fer fram 09:00-11:00. Þetta er keppnir á milli Norðurlandanna (JW, JX, LA, OH, OH0, OJ0, OX, OY, OZ, SM, TF) […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 12. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2023, kemur út 22. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

ARRL RTTY ROUNDUP KEPPNIN 2023

ARRL RTTY Round-up keppnin fer fram helgina 7.-8. janúar. Þetta er 30 klst. keppni sem hefst á laugardag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 24:00. Einmenningsstöðvar geta keppt mest [samtals] í 24 klst. Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við […]

,

TF5B MEÐ YFIR 22.500 QSO 2022

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 22.558 QSO á árinu 2022. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Hann hafði alls 146 DXCC einingar (135 staðfestar) og 37 CQ svæði (vantaði aðeins svæði 31, 34 og 36). Þetta eru eilítið færri sambönd en árið á undan (2021) þegar hann hafði 25.237 QSO – en […]