,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI SUNNUDAG 12. MARS

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau fór yfir og kynnti framlagt efni.

Mathías Hagvaag, TF3MH og Jónas Bjarnason, TF3JB mættu á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 12. mars. Umræðuþema var: „Allt um QSL kort“ og var 15 bls. PowerPoint skjali dreift við upphaf fundar.

Farið var yfir framlagt efni sem skiptist í nokkra stutta kafla. M.a. sögulegan þátt þar sem kom fram að radíóamatörar hófu að senda QSL kort þegar árið 1916 og að QSL þjónusta hefur verið í boði á vegum ÍRA í 75 ár (frá 1948). Jafnframt var útskýrt hvernig QSL Bureau landsfélaga radíóamatöra um allan heim virka.

Mathías skýrði vel hvernig setja á upp QSL kort og hvaða lágmarksupplýsingar eru nauðsynlegar til að kort séu gild. Hann kom einnig inn á kortanotkunina, m.a. hvernig best er að svara og sækja staðfestingar. Einnig var farið yfir hvernig svara á kortum frá hlusturum. Ennfremur var töluvert rætt um hlutverk  „QSL Manager“ sem eru leyfishafar sem taka að sér að annast svör fyrir hönd annarra radíóamatöra á kortabeiðnum.

Mörg góð „komment“ og spurningar leiddu til skemmtilegra umræðna sem stóðu allt til kl. 13:15 þegar húsið var yfirgefið. Alls mættu 11 manns (7 félagar og 4 gestir) í Skeljanes þennan ágæta sunnudagsmorgun í 9°C frosti í sólríkri norðanátt í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til TF3SB fyrir ljósmyndir.

Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Ægir Þór Ólafsson TF2CT, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Mathías Hagvaag TF3MH.
Forsíða PowerPoint skjals sem lagt var fram til grundvallar umræðna á fundinum.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × two =