Entries by TF3JB

,

OPIÐ Í SKELJANESI 26. ÁGÚST

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 26. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuþema: Lárétt loftnet eða lóðrétt? Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL kort eru tekin að berast aftur og hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður […]

,

TF3AB VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir þessa helgi, 21.-22. ágúst. Svanur Hjálmarsson, TF3AB virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni. Andrés Þórarinsson, TF3AM heimasótti hann í kaffi í gær (21. ágúst) og fylgir frásögn hans sem hann birti á FB hér á eftir. “Vitahelgin er um þessa helgi. Svanur, TF3AB var mættur við Knarrarósvita með sitt hjólhýsi […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN FIMMTUDAG 19. ÁGÚST

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 19. ágúst. Mannskapur á báðum hæðum og góðar umræður. Rætt var um fjarskiptin og skilyrðin á böndunum og um Alþjóðlegu vita- og vitaskipahelgina, en viðburðurinn hefst í dag (laugardag) og stendur yfir um helgina 21.-22. ágúst. A.m.k. 1 íslenskur viti er virkjaður að þessu sinni, Knarrarósviti við Stokkseyri. Ennfremur […]

,

VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM UPPFÆRT

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu fleira heldur en bara að setja upp nýjan 1,2 GHz endurvarpa í Bláfjöllum 19. ágúst, því þeir uppfærðu um leið móttökuna á KiwiSDR viðtækinu yfir netið sem sett var upp á fjallinu þann 30. júlí s.l. Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt […]

,

NÝR ENDURVARPI Á 23 CM BANDI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ fóru upp í Bláfjöll í dag, 19. ágúst og settu upp fyrsta endurvarpann í 1200 MHz tíðnisviðinu hér á landi. Notaður er 1,2 GHz hluti Alinco DJ-G7E FM Wide stöðvar (sendiafl 1W) svo úr verður krossband endurvarpi á 1297 MHz. Varpinn er tengdur við VHF/UHF endurvarpskerfið í […]

,

ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2021

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 21.-22. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður inn á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (19. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri. Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina. Hann áformar að verða við vitann til undirbúnings strax annað […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN Í SKELJANESI 19. ÁGÚST

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuþema: Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin helgina 21.-22. ágúst n.k.    Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið flokkaðar í hólf félagsmanna. […]

,

75 ÁRA AFMÆLI ÍRA 14. ÁGÚST 2021

Félagið Íslenskir radíóamatörar, ÍRA, var stofnað í Reykjavík 14. ágúst 1946. Fyrsti aðalfundur var haldinn 21. nóvember sama ár. Á fundinum var m.a. kosið í stjórn og var Einar Pálsson, TF3EA kosinn fyrsti formaður félagsins. Hann var jafnframt handhafi leyfisbréfs radíóamatöra númer eitt hér á landi og fyrsti heiðursfélagi ÍRA. Nokkru eftir aðalfundinn, þann 7. […]

,

GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 12. ágúst. Sérstakir gestir: Marcel B. Badia, EA3NA. Marcel er mjög hress, er mikill DX-maður og er m.a. á heiðurslista DXCC með 368 einingar (geri aðrir betur). Einnig mætti Baldur Sigurðsson í hús, nýr félagsmaður okkar á Egilsstöðum (sem bíður eftir næsta námskeiði). Marcel fékk sitt fyrsta leyfi 1959 […]

,

MÖSTRIN Á VATNSENDAHÆÐ FELLD

Loftnetsmöstur langbylgjunnar hafa verið felld. Sigurður Harðarson, TF3WS sagði á FB síðu sinni í gær, 11. ágúst: „Núna um hádegisbilið var seinna mastur gömlu Langbylgjunnar á Vatnsendahæð fellt því það er verið að rýma hæðina fyrir nýrri byggð. Þetta var tignaleg sjón og heppnaðist vel“. Loftnetsmöstrin tvö voru sett upp árið 1991 (70 metra há) […]