,

FÉLAGSAÐSTAÐAN Í SKELJANESI 19. ÁGÚST

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.

Tillaga að umræðuþema: Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin helgina 21.-22. ágúst n.k.   

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið flokkaðar í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímarit amatörfélaganna liggja frammi ásamt úrvali af af radíódóti sem stendur til boða.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Til skýringar: Félagið leitaði til ráðgefandi opinberra aðila í tilefni framlengdrar reglugerðar um samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldurs. Niðurstaða var, að okkur er heimilt að bjóða upp á kaffi, enda sé búnaður til að sótthreinsa hendur áður en kaffiáhöld eru notuð. Gæta þurfi sérstaklega að 1 metra nálægðarreglu og góðri loftræstingu. Fram kom ennfremur, að jákvætt er talið að nota andlitsgrímur.

Úr fundarsal í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Myndin er af ICOM IC-7610 100W HF/50 MHz móttöku-/sendistöð TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven + twelve =