NÝR ENDURVARPI Á 23 CM BANDI
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ fóru upp í Bláfjöll í dag, 19. ágúst og settu upp fyrsta endurvarpann í 1200 MHz tíðnisviðinu hér á landi.
Notaður er 1,2 GHz hluti Alinco DJ-G7E FM Wide stöðvar (sendiafl 1W) svo úr verður krossband endurvarpi á 1297 MHz. Varpinn er tengdur við VHF/UHF endurvarpskerfið í Blafjöllum/Skálafelli/Mýrum.
Um er að ræða uppsetningu í tilraunaskyni og eru félagsmenn hvattir til að prófa virknina.
Þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir að leggja á fjallið í dag í þoku og rigningarsudda til að setja upp og tengja þennan áhugaverða búnað.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!