,

VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM UPPFÆRT

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu fleira heldur en bara að setja upp nýjan 1,2 GHz endurvarpa í Bláfjöllum 19. ágúst, því þeir uppfærðu um leið móttökuna á KiwiSDR viðtækinu yfir netið sem sett var upp á fjallinu þann 30. júlí s.l.

Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt aftur í Bláfjöllum…nema að hvimleiðar truflanir heyrðust á 80 metrum, sérstaklega í kringum innanlandstíðnina 3637 kHz.

Ari sagðist hafa gert viðhlítandi ráðstafanir og þegar gerð var prufa 20. ágúst var allt 80 metra bandið tandurhreint. Vel gert hjá þeim félögum því viðtækið er mikið notað og margir voru búnir að benda á þessar truflanir.

Stjórn ÍRA.

Bláfjöll, vefslóð:  http://bla.utvarp.com:8080/

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn.
Bjargtangar, vefslóð: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn, vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com

Myndin var tekin 30. júlí 2021 þegar viðtækið var tengt á ný á fjallinu. Sjá má m.a. hvernig loftnetsvírinn (70 metrar að lengd) er tekinn frá tengiboxinu í gegnum einangrara. Í fjarlægð sést Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A rýna á mælitæki. Ljósmynd: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 1 =