GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI
Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 12. ágúst. Sérstakir gestir: Marcel B. Badia, EA3NA. Marcel er mjög hress, er mikill DX-maður og er m.a. á heiðurslista DXCC með 368 einingar (geri aðrir betur). Einnig mætti Baldur Sigurðsson í hús, nýr félagsmaður okkar á Egilsstöðum (sem bíður eftir næsta námskeiði).
Marcel fékk sitt fyrsta leyfi 1959 og er QRV á morsi, tali og stafrænum teg. útgeislunar. Hann var mjög hrifinn af félagsstöð ÍRA, hafði nokkur sambönd og náði t.d. sambandi við tvo leyfishafa í heimaborginni Reus, í Katalóníu. Marcel færði félaginu útskrift af samböndum sínum við TF kallmerki. Fyrsta sambandið var við Kára Þormar, TF3KA 3.8.1959. Alls eru þetta hátt í 60 mismunandi TF kallmerki, sbr. eftirfarandi lista:
(TF1) TF1A, TF1EIN, TF1MM, TF1OL, TF1PS, TF1SS.
(TF2) TF2CT, TF2CW, TF2JB, TF2LL, TF2MSN, TF2000, TF2R.
(TF3) TF3AC, TF3AM, TF3ARI, TF3AWS, TF3CF, TF3CY, TF3CW, TF3DC, TF3DT, TF3EJ, TF3GB, TF3GL, TF3GN, TF3HP, TF3IG, TF3IM, TF3IMD, TF3IRA, TF3IYL, TF3JAM, TF3JB, TF3KA, TF3MH, TF3ML, TF3PPN, TF3T, TF3UA, TF3SV, TF3VE, TF3W, TF3ZA, TF3XEN, TF3YH.
(TF4) TF4CW, TF4RRC.
(TF5) TF5B, TF5BW, TF5TP.
(TF6) TF6JZ.
(TF7) TF7GX, TF7X.
(TF8) TF8GX, TF8SM.
Í salnum niðri var mikið spjallað; mest um loftnet, stöðvar og búnað. Menn eru t.d. mikið að velta fyrir sér að uppfæra búnaðinn. Mikið var talað um nýju Yaesu FTdx-10 100W HF/50/70 MHz stöðina og hún borin saman við Yaesu FT-991A (sem er 50 þús. kr. ódýrari) og er búin 100W sendi á HF/50/70 MHz – en hefur 2M og 70CM að auki.
Alls mættu 20 félagsmenn + 1 gestur í Skeljanes þetta ánægjulega síðsumarskvöld í stafalogni og 18°C lofthita.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!