Entries by TF3JB

,

TF3IRA í VHF/UHF LEIKUNUM

TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag. Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR Í FULLUM GANGI

10. VHF/UHF leikarnir byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagur leikanna er í dag, laugardag. Viðburðurinn verður í gangi fram á morgundaginn, sunnudag kl. 18:00. 22 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á laugardag kl. 11:45), en hægt er að skrá sig hvenær sem er! Félagsstöðin, TF3IRA, verður QRV frá Skeljanesi frá kl. […]

,

SKELJANES: GÓÐIR GESTIR, GÓÐ STEMNING

Góð mæting var í Skeljanes í gær, 8. júlí og margt góðra gesta. Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) heilsaði upp á mannskapinn, en hann er búsettur í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Hann hrósaði starfi félagsins (fylgist með á netinu) og sagðist alltaf hlakka til að lesa nýtt CQ TF. Ólafur Vignir Sigurðsson, TF3OV mætti […]

,

SUMAR OG VHF/UHF LEIKARNIR 2021

10. VHF/UHF leikarnir verða haldnir um helgina, 9.-11. júlí. Þessi skemmtilegi viðburður hefst á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna, býður okkur upp á sérstakan leikjavef þar sem sjá má m.a. reglur og leiðbeiningar. Vefslóð: http://leikar.ira.is/2021  Þar er hægt að skrá sig strax…þarf ekki að bíða fram á […]

,

FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 8. júlí n.k. frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin án takmarkana sem og fundarsalur á 1. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi, kaffi og veglegt meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti. Í boði er að taka með […]

,

TÝNDU BLÖÐIN FRÁ 1997, 1998 OG 2004

Fyrir nokkru kom í ljós að 6 tölublöð CQ TF vantaði á söfnunarsíðu félagsblaðsins á heimasíðu ÍRA. Talið er víst blöðin hafi orðið viðskila þegar yfirfærsla var gerð fyrir fjórum árum í WordPress vefumsjónarkerfi, er skipt var út eldra kerfi (Confluence) þann 9. mars 2017. Svo vel vildi til, að Brynjólfur Jónsson, TF5B sem var […]

,

ENDURVARPINN TF2RPJ KOMINN Í LAG

2 metra FM endurvarpinn TF2RPJ á Álftanesi á Mýrum sem hafði verið úti að undanförnu, varð QRV á ný föstudaginn 2. júlí. Í samráði við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A kom Georg Kulp, TF3GZ við í fjarskiptahúsinu á Álftanesi á Mýrum í viðgerðarleiðangri í gær. Georg hafði varaaflgjafa meðferðis ef þurft hefði á að halda. Í […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Góð mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 1. júlí. Mikið var rætt um áhugamálið (á báðum hæðum) og radíódótið sem var í boði í salnum gekk vel út enda margt nýtilegra hluta, m.a. til smíða á loftnetsaðlögunarrásum o.fl. Margir voru áhugasamir um VHF/UHF leikana sem nú nálgast, en þeir verða haldnir helgina 9.-11. […]

,

FJARSKIPTASTOFA BYRJAR 1. JÚLÍ

Í dag, 1. júlí 2021, taka gildi ný lög um Fjarskiptastofu. Leysa þau af hólmi eldri lög um Póst- og fjarskiptastofnun (sem tók til starfa 1. apríl 1997).  Helstu nýmæli laganna eru nýtt nafn á stofnunina, ákvæði um netöryggissveitina, ákvæði er varða öryggi og almannavarnir, skýrari heimildir til að greina stöðu fjarskiptaneta og gera útbreiðsluspár […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 1. JÚLÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 1. júlí frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið og QSL stofan á 2. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi og kaffiveitingar verða í boði. Ennfremur liggur mikið frammi af radíódóti. Velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA. . . .