,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 2. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 2. mars.

Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 40M CW og 20M SSB.

Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum. Rætt um DX-leiðangra, m.a. um 3B7M sem er QRV um þessar mundir frá Agalega og St. Brandon. En 3B7 er nr. 55 á lista ClubLog yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar.

Alls mættu 27 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu rigningarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Fjær: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Björnsson TF3PW, Andrés Þórarinsson TF1AM og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Jón Björnsson TF3PW, Andrés Þórarinsson TF1AM og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Sigurður Smári Hreinsson TF8SM og Jón E. Guðmundsson TF8KW.
Mathías Hagvaag TF3MH. Fjær: Björgvin Víglundsson TF3BOI.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Jón Svavarsson TF3JON skoða 2 metra heimaloftnet (tvípól).
TF3JON og TF3NH mæla VHF tvípólinn með nýjum NanoVNA loftnetsgreini Njáls. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 − 1 =