,

SKELJANES Á SUNNUDAG 12. MARS

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram.  

Næsti viðburður verður í boði 12. mars kl. 11:00; svokallaður „sófasunnudagur á messutíma“. Þeir Mathías Hagvaag, TF3MH og Jónas Bjarnason, TF3JB verða með umræðuþemað: „Allt um QSL kort“.

Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi.

Að venju verða vínarbrauð í boði með kaffinu frá Björnsbakaríi og rúnstykki með skinku og osti. En ekki verður einvörðungu lagað „Lavazza“ kaffi heldur verður einnig te í boði – en nýr hraðsuðuketill félagsins sem var „vígður“ á fimmtudagskvöld hefur hefur þegar öðlast vinsældir.

Sunnudagsopnanir (stundum nefndar „sófasunnudagar“) hafa verið skýrðar á þann veg að um sé að ræða fyrirkomulag menntandi umræðu á messutíma sem er hugsuð sem afslöppuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra leðursófasettinu og ræða amatör radíó og tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni leiðir umfjöllun og svarar spurningum.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Um er að ræða PowerPoint erindi og verða glærur til afhendingar útprentaðar.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 + 10 =