Entries by TF3JB

,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Páskaleikar ÍRA 2024 fóru fram helgina 3.-5. maí.  Þátttaka var ágæt, en alls voru 19 kallmerki skráð til leiks og 16 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað. Samkvæmt fyrirliggjandi tölum er niðurstaðan fyrir efstu þrjú sætin þannig: 1.  Andrés Þórarinsson, TF1AM – 141.858 heildarpunktar.2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140.600 heildarpunktar.3. Óðinn Þór Hallgrímsson, […]

,

ERINDI TF3UA VAR MEÐ ÁGÆTUM

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí með með erindið: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”. Erindi Sæmundar, TF3UA, fjallaði um loftnetsreiknihugbúnaðinn 4nec2 sem er ekki svo frábrugðið hinu þekkta EZnec sem ekki er lengur í þróun. Hann skýrði með ágætum hvernig 2nec4 er sótt, sett upp […]

,

50 MHZ SÉRHEIMILD 2024

Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu (FST) áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 2. MAÍ

Opið verður í Skeljanesi fimmtudag 2. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætir á staðinn kl. 20:30 með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”. Þess má geta að forritið fær fullt hús stiga á eHam.net, vefslóð: https://www.eham.net/reviews/view-product?id=5192 Félagsmenn eru hvattir til að láta […]

,

FJARSKIPTALEIKAR/PÁSKALEIKAR 2024

Kæru félagar! Jæja, loksins loksins… Páskar löngu liðnir og tími til kominn að halda Páskaleika. Það hvíslaði að mér lítill fugl að ýmsir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Ætla að skáka þeim sem vermt hafa efstu sætin síðustu ár. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þetta ekki of auðvelt. […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 2. tbl. 2024 í dag, 28. apríl. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð:  https://tinyurl.com/CQTF-2024-2 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF .

,

STÓRU SÝNINGARNAR ÞRJÁR 2024

Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa […]

,

NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 2. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 25. apríl. Næsta opnun verður fimmtudaginn 2. maí. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)”. Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar. Bestu […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 27.-28. APRÍL

10-10 INTERNATIONAL SPRING CONTEST, DIGITAL.Hefst laugardag 27. apríl kl. 00:01 og lýkur sunnudag 28. apríl kl. 23:59.Keppnin fer fram á Digital á 10 metrum.Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).Skilaboð annarra: Nafn + Ø + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules SP DX RTTY CONTEST.Hefst á laugardag 27. […]

,

JÓHANNES JOHANNESSEN, TF3JJ ER LÁTINN.

Jóhannes Johannessen, TF3JJ hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann í Landspítalanum þann 10. apríl og hefur útför hans farið fram í kyrrþey. Jóhannes var á 87. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 49. Um leið og við minnumst Jóhannesar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu […]