Entries by TF3JB

,

FLÓAMARKAÐUR Á SUNNUDAG 11. MAÍ.

Flóamarkaður ÍRA að vori verður haldinn sunnudaginn 11. maí kl. 13-15 í Skeljanesi. Viðburðinum verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt. Leiðbeiningar koma þegar nær dregur. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00. Húsið […]

,

ERINDI TF3TNT Í SKELJANESI 8. MAÍ.

Vordagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudag 8. maí í Skeljanesi. Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT með erindið „Frekari uppbygging og framtíðarsýn endurvarpamála“.  Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti. Félagsmönnum er […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 10.-11. MAÍ

FISTS SATURDAY SPRINT, CW.Keppnin er haldin laugardaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð FISTS félaga: RST + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).FISTS Operating […]

,

VEL HEPPNAÐIR VORLEIKAR ÍRA.

Vorleikar ÍRA 2025 voru haldnir 2.-4. maí. Mikil ánægja ríkti meðal félaganna, en alls voru 26 kallmerki skráð en skilað var inn gögnum fyrir 24 kallmerki. Georg Kulp, TF3GZ er sigurvegari Vorleika ÍRA 2025. Vel útbúinn bifreið, fjöldi virkjaðra reita, þátttökutími og gott skipulag tryggði Georg 1. sætið og 254.670 heildarpunkta. Jón Atli Magnússon, TF2AC […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 1. MAÍ.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 1. maí sem er almennur frídagur á Íslandi. Næst verður opið í Skeljanesi fimmtudaginn 8. maí. n.k. Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT í félagsaðstöðuna með erindið: „Frekari uppbygging og framtíðarsýn endurvarpamála“. Stjórn ÍRA.

,

SKRÁNING HAFIN Í VORLEIKA ÍRA 2025.

Vorleikarnir hefjast á föstudag 2. maí kl. 18:00 og standa yfir fram á sunnudag kl. 18:00. Hægt er að skrá sig strax. Vefslóðin er: http://leikar.ira.is Hrafnkell, TF8KY mælir með „copy-paste“ til að forðast að hann opnist innaní Facebook. Stjórn ÍRA.

,

ÁBENDING TIL FÉLAGSMANNA.

Bent er á, að heimild til notkunar á 4 m. bandi (70.000-70.250 MHz) rann út um s.l. áramót. Sækja má um heimild til næstu 2 ára (2025 og 2026) til Fjarskiptastofu. Á þetta er minnt nú, þar sem styttist í vorleika ÍRA helgina 2.-4. maí n.k. og 4 metrarnir er eitt af þeim böndum sem […]

,

KEPPNIR HELGINA 2.-4. MAÍ.

VORLEIKAR ÍRA.Leikarnir eru haldnir föstudag kl. 18:00 til sunnudags kl. 18:00.Þeir fara fram á 23cm, 70cm, 2M, 4M, 6M, endurvörpum og 80M.Allar tegundir útgeislunar (mótanir) sem eru heimilaðar skv. leyfisbréfi.Reglur: Smella má á myndina. 10-10 INT. SPRING CONTEST, CW.Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 00:01 til sunnudags 4. maí kl. 23:59.Keppnin fer fram á […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 2. tbl. 2025 í dag, 27. apríl. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2025-2 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI HJÁ TF3T.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. apríl. Benedikt Sveinsson, TF3T mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Þetta var sjötta erindið á vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025. Benedikt fjallaði um fjarskipti með hjálp endurvarps frá tunglinu svo og loftsteinajónun, og öðrum […]