Entries by TF3JB

,

TF3W í CQ WPX CW KEPPNINNI 2024

Félagsstöðin TF3W er virkjuð í CQ World Wide WPX CW keppninni, sem hófst í gær (25.5.) og lýkur á miðnætti í kvöld (26.5.). Keppt er í “Two-Transmitter (Multi-Two)” keppnisflokki. Klukkan 14 í dag (sunnudag) var alls búið að hafa alls 3,464 QSO og þá stóð fjöldi margfaldara í alls 1,177. Skilyrði hafa misjöfn/sæmileg á 15, […]

,

FIMMTUDAGSERINDI FRESTAST

Áður kynnt erindi þeirra Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK „VHF/UHF leikar ÍRA 2024 og TF útileikar ÍRA 2024“ sem halda átti fimmtudaginn 23. maí, frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Erindin verða þess í stað flutt viku síðar, fimmtudaginn 30. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 18.-19. MAÍ

UN DX CONTESTStendur yfir laugardag 18. maí frá kl. 06:00 til kl. 21:00.Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð stöðva í Kazakhstan: RS(T) + svæðiskóði (e. district code).Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.http://undxc.kz/rules-eng/ His Maj. King of Spain Contest, CWKeppnin hefst laugardag 18. maí kl. 12:00 og lýkur […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 16. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

PÁSKALEIKAR ÍRA 2024, ÚRSLIT

Ágætu félagar! Páskaleikarnir fóru fram helgina 3.-5. maí. Þetta voru 7. leikarnir frá upphafi, en þeir voru fyrst haldnir árið 2018. Þátttaka var ágæt og voru 18 TF kallmerki skráð  og dagbókarupplýsingar voru sendar inn fyrir 16 kallmerki. Fjöldi sambanda í leikunum: Alls 741. Þá er tími til leiðréttinga liðinn. Úrslitin liggja fyrir. Andrés Þórarinsson, […]

,

NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2024

Lokaniðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. mars 2024. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki í sex keppnisflokkum, auk „Check-log“. Af TF stöðvum, voru eftirtaldar þrjár með sérstaklega góðan árangur í sínum  keppnisflokkum (sbr. meðfylgjandi töflu): TF2LL  Georg Magnússon, einm.fl., háafl á 40 metrum.TF3T […]

,

UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 10. maí 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3MH, TF3SG og TF3Y. Samtals er um að ræða 18 uppfærslur. Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýjar skráningar á […]

,

NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2023

NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2023 Niðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 25.-26. mars 2023. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 6 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum, auk „Check-logs“. Hamingjuóskir til viðkomandi! Stjórn ÍRA.

,

NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 16. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi uppstigningardags, þann 9. maí. Næsta opnun verður fimmtudaginn 16. maí. Þá verður opið hús. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.