Entries by TF3JB

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 8.-9. FEBRÚAR.

CQ WW RTTY WPX CONTEST.Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 23:59.Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://cqwpxrtty.com/rules.htm FISTS SATURDAY SPRINT CW CONTEST.Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til kl. 23:59.Hún fer fram á CW á 80, 40, […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2025 – FUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 16. febrúar 2025. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Nánar er vísað í fundarboð sem birt var í 1. tbl. CQ TF 2025 og […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 30. JANÚAR

Eftir samráð innan stjórnar, hefur verið ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð í kvöld, fimmtudag 30. janúar. Ákvörðunin er tekin  í ljósi mikillar ófærðar á svæðinu og áframhaldandi óvissu um veður og færð þegar líða tekur nær kvöldi. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudag 6. febrúar n.k. Stjórn ÍRA. Suðaustanhríðarveður (Gult ástand). […]

,

MÓTTAKA FYRIR NÝJA LEYFISHAFA Í SKELJANESI.

Laugardaginn 25. janúar var móttaka fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði ÍRA til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l. Allir 14 hafa fengið úthlutað kallmerki hjá stofnuninni. Dagskráin var vel sótt; allir þeir nýliðar sem áttu heimangengt komu, alls 9 manns. Birgir Freyr Birgisson, TF3BF; Daníel […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 1. tbl. 2025 í dag, 26. janúar. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2025-1 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 30. JANÚAR.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPNIR 1.-2. FEBRÚAR.

LABRE-RS Digi Contest.Keppnin stendur yfir laugardag 1. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 2. febrúar kl. 20:59.Hún fer fram á FT4 og FT8 Digi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).http://labre-rs.org.br/labre-rs-digi-contest/ 10-10 Int. Winter Contest, SSB.Keppnin stendur yfir laugardag 1. febrúar kl. 00:01 til sunnudags 2. febrúar kl. […]

,

ALLS ERU KOMIN 14 NÝ KALLMERKI

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember 2024. Allir þeir 14 sem stóðust prófið hafa nú sótt um og fengið úthlutað kallmerki hjá Fjarskiptastofu, þann 21. janúar 2025 samkvæmt neðangreindum lista: Albert Snær Guðmundsson, 200 Kópavogi – TF3GHP.Birgir Freyr Birgisson, 110 Reykjavík – TF3BF.Daníel Smári Hlynsson, 200 Kópavogur – […]

,

UPPHAF ÚTVARPS Á ÍSLANDI.

Sigurður Harðarson, TF3WS hefur uppfært eldra efni um upphaf útvarps á Íslandi og gefið út í nýjum bæklingi. Bæklingurinn er 100 ára saga útvarps á Íslandi og hefur fengið nýtt nafn og breyst mikið með nýjum upplýsingum, En fyrsta formlega útsending útvarpsstöðvar hér á landi var 18. mars 1926. Siggi segir m.a. „Í þessari nýju […]

,

NÝR RÓTOR Í MASTRIÐ Í SKELJANESI.

Í dag, sunnudaginn 19. janúar 2025, þá mættu þessir „snillar“ vestur í Skeljanes til að koma stóru greiðunni aftur í gang. Veður var kalt og vindur, en þeir luku þessu með miklum ágætum.  Þetta eru þeir  Georg Kulp TF3GZ og Sigurður R Jakobsson TF3CW sem hér sjást kuldalega klæddir.  Þeir eru nýbúnir að ná niður […]