,

ERINDI TF3UA VAR MEÐ ÁGÆTUM

Skeljanesi 3. maí. Beðið eftir að erindi TF3UA hefjist. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Þórarinn Benedikz TF3TZ, Daggeir Pálsson TF7DHP, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí með með erindið: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.

Erindi Sæmundar, TF3UA, fjallaði um loftnetsreiknihugbúnaðinn 4nec2 sem er ekki svo frábrugðið hinu þekkta EZnec sem ekki er lengur í þróun. Hann skýrði með ágætum hvernig 2nec4 er sótt, sett upp á tölvu, og sett í gang, og loftnet skilgreint og standbylgja reiknuð yfir tíðnibil. 

2nec4 er að því leiti frábrugðið öðrum svipuðum kerfum að í því er bestunarkerfi sem getur gert breytingar á hönnun loftnets í því skyni að bæta standbylgju eða aðra þætti. Vel fram settar leiðbeiningar Sæmundar eru allar á glærum kvöldsins, sjá vefslóð neðar. Var gerður góður rómur að erindi Sæmundar. Á eftir voru ágætar umræður, t.d. um útgeislun frá dípól nærri jörðu og fleira því skylt og söfnuðust gestir í smá hópa og ræddu um ýmiss mál.

Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir fróðlegt og vel flutt erindi. Ennfremur þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON og Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir ljósmyndir og þakkir til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að taka erindið upp og Ágústs H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir að vista upptökuna (sjá vefslóð neðar). Þakkir ennfremur til þeirra Sigurðar Harðarsonar, TF3WS og Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3A fyrir margskonar radíódót og aukahluti sem þeir komu með í Skeljanes þann 3. maí.

Sjaldséður gestur var á fundinum, Daggeir TF7DHP, kominn frá Akureyri á leið vestur um haf. Fundinum lauk laust eftir kl. 22. Alls voru um 22 félagsmenn viðstaddir þessa vel heppnuðu kvöldstund í Skeljanesi.

F.h. stjórnar,

Andrés Þórarinsson, TF1AM
varaformaður ÍRA

Vefslóð á upptöku af erindi TF3UA: https://www.youtube.com/watch?v=wk7kVggXDVk
Vefslóð á glærur frá erindi TF3UA: https://www.ira.is/erindi-tf3ua-3-5-2024/

Mynd úr sal. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Georg Kulp TF3GZ, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Kristján Benediktsson TF3KB, Þórarinn Benedikz TF3TZ og Mathías Hagvaag.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA útskýrir Smiths kort fyrir QRG 3.650 MHz.
Ein af mörgum glærum sem sýnir myndrænt resónans yfir ákveðið tíðnibil.
Lokaglæra TF3UA.
Sigurður Harðarson TF3WS kom með mikið af áhugaverðu radíódóti sem sést að hluta á myndinni. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A kom m.a. með nýlega PTZ öryggismyndavél frá Dahua. Ljósmyndir: TF3JON og TF1AM.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − four =