,

50 MHZ SÉRHEIMILD 2024

Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu (FST) áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Til upprifjunar. ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu þann 2. apríl s.l. við ósk félagsins um endurnýjun aukinna aflheimilda á 6 metra bandi í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. maí 2024. Gildistími er 5 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er mánuði lengri en á síðasta ári (2023) eða út septembermánuð.

Sérheimild til notkunar á 70 MHz (4 metrum) gildir út þetta ár 2024, hafi verið sótt um hana í fyrra (2023) þar sem hún var gefin út til tveggja ára.

Stjórn ÍRA.

.

Á myndinni má m.a. sjá ICOM IC-7410 HF/50 MHz sendi-/móttökustöð, stillta á tíðnina 50.456 MHz. Radíóvitinn TF1VHF sendir merki á þeirri tíðni allan sólarhringinn frá Mýrum í Borgarfjarðarsýslu. Lesa má grein um vitana á 50 MHz og 70 MHz í 2. tbl. CQ TF 2021, blaðsíðu 39. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/04/cqtf_35arg_2021_02tbl.pdf
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + eighteen =