Starfshópur um fjaraðgang er á fimmtudag
Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Starfshópur félagsins um fjaraðgang mun gefa félagsmönnum stöðuskýrslu um verkefnið. Þess skal getið, að starfshópnum voru ekki settar tímaskorður í vinnu sinni, enda mikilvægt að tekið sé tillit til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er í mótun um þessar mundir. Starfshópinn skipa þeir Yngvi Harðarson, TF3YH, formaður; […]
