Entries by TF3JB

,

Skemmtilegur sunnudagur í Skeljanesi

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, stýrði umræðum á 4. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi, þann 9. desember. Hann flutti fyrst u.þ.b. 40 mín. inngang um PIC örgjörva með PowerPoint glærum til skýringar. Í framhaldi fóru fram skemmtilegar umræður, en Kjartan hafði komið með margskonar PIC „konstrúksjónir” úr eigin safni, sem gengu á milli manna til skoðunar; auk þess sem aðrir […]

,

Áramótahreinsun hjá kortastofu Í.R.A.

Áramótaútsending korta frá TF Í.R.A. QSL Bureau, kortastofu, fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2013. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofa kortastofunnar innan landsfélaga radíóamatöra um heiminn. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2012/2013 er fimmtudagskvöldið […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3KB

Kristján Benediktsson, TF3KB, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 6. desember s.l. Erindið fjallaði um Endurbætt HF bandplan fyrir IARU Svæði 1.Kristján útskýrði fyrst þörfina fyrir skipulag af þessu tagi, þ.e. niðurskiptingu tíðnisviðanna eftir mismunandi tegund útgeislunar og notkun. Hann skýrði einnig vel alþjóðastarfið að baki setningar leiðbeinandi reglna af þessu tagi og fór yfir bandplönin fyrir […]

,

TF3BJ verður á 4. sunnudagsopnun vetrarins

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, leiðir umræður á 4. sunnudagsopnun vetrarins á yfirstandandi vetrardagskrá, sunnudaginn 9. desember n.k. Umfjöllunarefnið í sófaumræðum er PIC smáörgjörvarásir. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar. ________ Fyrirkomulag umræðna í sunnudagsopnunum er hugsað sem afslappuð, þ.e. þar sem menn […]

,

CQ TF desemberblað er komið út

CQ TF, 4. tbl. 2012 er komið út og hefur verið sent til allra félagsmanna í tölvupósti. Þetta hefti er nokkru síðar á ferðinni en til stóð. Sæmundur, TF3UA, hljóp hins vegar undir bagga og kom blaðinu endanlega saman og kann ég honum kærar þakkir, ásamt Vilhjálmi Ívari, TF3VS og formanni vorum, Jónasi, TF3JB. Njótið […]

,

Glæsilegur árangur TF2CW í CQ WW keppninni

Alls skiluðu fimm íslenskar stöðvar gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 24.-25. nóvember s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF2CW, 2. sætinu yfir Evrópu (silfurverðlaunum) og 4. sæti yfir heiminn. Sigurður keppti á 14 MHz í […]

,

Almenn ánægja með umfjöllun RÚV

Almenn ánægja ríkir meðal félagsmanna Í.R.A. með umfjöllun RÚV í innslagi um starfsemi radíóamatöra sem sýnt var í frétta- og þjóðlífsþættinum Landanum, sem sýndur var sunnudaginn 2. desember s.l. Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Leifi Haukssyni og Einari Rafnssynistarfsmönnum RÚV fyrir framúrskarandi vel unnið verkefni og fagleg vinnubrögð. Sjá má þáttinn með því að smella á eftirfarandi vefslóð. http://www.ruv.is/sarpurinn/landinn/02122012/radioamatorar

,

TF3KB verður með fimmtudagserindið

Kristján Benediktsson, TF3KB, verður með næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 6. desember n.k. í félagsaðstöðunnni við Skeljanes undir yfirskiftinni Endurbætt bandplan fyrir IARU Svæði 1. Tíðniheimildir radíóamatöra eru settar fram í reglugerðum í sérhverju aðildarlanda ITU, þ.m.t. hér á landi og eru að miklu leyti samræmdar um allan heim. Ísland er hluti af IARU Svæði […]

,

Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag

Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40. Stjórn Í.R.A. […]

,

Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag

Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40. Stjórn Í.R.A. […]