,

JOTA 2018 – LÍF OG FJÖR Í SKELJANESI

Líf og fjör var í Skeljanesi laugardaginn 20. október þegar skátar fjölmenntu á staðinn. Tilefnið var JOTA „Jamboree-On-The-Air“. JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra.

Skilyrði til fjarskipta voru ágæt enda voru höfð sambönd um allan heim, þ.á.m. við Ástralíu.

Samhliða því að virkja kallmerkið TF3JAM, var boðið upp á smíðar úr einföldum íhlutum, auk þess sem eldri skátar höfðu sambönd um JOTI „Jamboree-Over-The-Internet“.

Verkefnið var undir stjórn radíóskátanna Völu Drafnar Hauksdóttur TF3VD, Elínar Sigurðardóttur TF2EQ og Árna Freys Rúnarssonar TF8RN.

Samanlagður fjöldi þátttakenda og félagsmanna á staðnum var yfir 40 talsins. Viðburðurinn fór fram frá kl. 9 árdegis til kl. 19 síðdegis.

Vinsælt var hjá yngri hópnum að lóða saman einföld og hagnýt verkefni undir leiðsögn.

Mathías Hagvaag TF3MH settist við borðið með kaffibollann og var fljótlega farinn að gefa góð ráð og leiðbeina.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN virkjuðu kallmerkið TF3JAM í fjarskiptaherbergi félagsins.

Þegar fréttist af samböndum vð Hawai og Ástralíu, vildu allir fara í loftið og tala við aðra skáta hinum megin á hnettinum

Stund á milli stríða. Arnlaugur Guðmundsson, Vala Dröfn TF3VD og Árni Freyr TF8RN fá sér hressingu. Á myndinni má sjá örbylgjuofninn sem var notaður við tilraunir og voru m.a. “soðin” egg í bland við álpappír. Þetta var mjög vinsælt atriði hjá krökkunum.

Eldri hópurinn kom sér fyrir í sófasettinu og hafði m.a. JOTI sambönd.

Óskar Sverrisson TF3DC varaformaður ÍRA afhenti Völu Dröfn TF3VD eintak af 3. tbl. CQ TF 2018, en mynd af henni og Önnu TF3VB prýddi forsíðuna.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × four =