,

Frábær ferðasaga á fimmtudegi

Anna Henriksdóttir, TF3VB, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. október og sagði ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur, TF3VD, með YL-leiðangri til eyjunnar Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst.

Þær stöllur voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu kallmerkið TM65YL (IOTA EU-064). Hópurinn hafði alls yfir 5000 QSO þrátt fyrir óhagstæð skilyrði á böndunum.

Anna sagði frá ferðinni í máli og myndum. Henni tókst afburða vel upp og fengu viðstaddir góða innsýn í heim kvenamatöra, franska menningu og amatör radíó í Frakklandi.

Var lengi klappað í lok erindisins eftir greið svör við spurningum félagsmanna. Vala Dröfn, TF3VD átti ekki heimagengt að þessu sinni. Mæting var góð og hvert sæti setið. Alls voru 29 félagar í húsi og 1 erlendur gestur þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Anna Henriksdóttir TF3VB sagði okkur ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur TF3VD til Frakklands í ágúst s.l. Á myndinni má sjá Bjarna Sverrisson TF3GB, Ölvir Sveinsson TF3WZ, Höskuld Eíasson TF3RF, Stefán Arndal TF3SA og Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.


Anna Henriksdóttir TF3VB og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB ritstjóri CQ TF ræða málin. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =