,

Rýmkun tíðniheimildar á 70 MHz í höfn

ÍRA hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun í dag 9. október 2018 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.250 MHz.

Fyrri heimild frá 19.2.2010 var fyrir 70.000-70.200 MHz. Þessi breyting kemur í kjölfar beiðni félagsins um rýmkun tíðniheimildar.

Þá er almenn heimild til okkar  á 70 MHz framlengd til 31.12.2020.

Stjórn ÍRA fagnar þessum jákvæða áfanga sem er einkar mikilvægur fyrir þá radíóamatöra sem stunda tilraunir í sviðinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 3 =