,

“Fínn óformlegur laugardagur…”

Það var TF1A sem tók svona til orða þegar við yfirgáfum félagsaðstöðuna í Skeljanesi í gær, laugardag, rétt fyrir kl. 18. Alls höfðu 19 félagar mætt á staðinn þegar yfir lauk.

Eftirfarandi var komið í verk:

  • Nýtt Diamond VHF/UHF loftnet félagsins var sett upp og staðfest (með mælingum) að RG-8/U fæðilínan var í lagi.
  • TF3CE var með sýnikennslu í ásetningu N-tengja og kom vel útbúinn af sérverkfærum.
  • Kenwood TS-2000 stöð félagsins var tengd og er nú notast við Heil grindarhljóðnema og fótrofa félagsins. Allt prófað á VHF við þá TF3VP og TF8V.
  • Staðfest að Yaesu G-5400B, sambyggður rótor félagsins fyrir gervihnattaloftnetin (og MS) er í lagi. Loftnetin eru frá framleiðandanum M2; af 2MCP14 og 436CP30 gerðum. Eftir er að prófa VHF og UHF formagnarana frá SSB-Electronic.
  • TF3DT kom með Wellbrook viðtökuloftnet fyrir 10 kHz-30 MHz sem er lúppuloftnet rúmlega 1 metri í þvermál (e. magnetic loop) og sýndi mönnum.
  • Loks kom TF3GB með ýmsa hluti sem vinna á GHz bandinu og bauð viðstöddum að fá gefins og fengu þeir sem fyrstir voru og gekk allt út.

Bestu þakkir til Ara, TF1A og Jóns, TF3LM fyrir áhugaverðan laugardag í Skeljanesi.

73 de TF3JB.

TF1A og TF3LM skipulegja daginn yfir kaffibolla og góðgæti úr bakaríi Costco.

Góðar umræður verða ávallt betri með góðu kaffi. Félagarnir TF3GB, TF3SB og TF3PW.

Skeggrætt um Wellbrook lúppuna. TF1A, TF3DT og TF3LM.

Kenwood TS-2000 stöð félagsins QRV. TF1A við stöðina, TF3DT (snýr baki) og TF2WIN.

TF3IG við tengivinnu. Aðrir í mynd: TF1A og TF3LM.

TF3CE sýnir hvernig N-tengi eru rétt sett á kóax. Aðrir á myndinni: TF1A og TF2WIN.

 

 

 

Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA komið upp. TF3LM leggur síðustu hönd á frágang.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − nine =