,

SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson, TF3LM, verða með viðburð í Skeljanesi á morgun, laugardaginn 29. september, frá kl. 14.

Hugmyndin er m.a. að setja upp VHF loftnet á staðnum og gera mælingar. Vandaðir loftnetsgreinar verða á staðnum og önnur mælitæki.

Nýtt stangarloftnet TF3IRA (sem kom til landsins í síðustu viku) verður til sýnis. Það er Diamond glertrefjanet af gerðinni X-200N, sem er 2.5 metra hátt húsloftnet fyrir VHF og UHF. Ávinningur er 6 dBi og 8 dBi.

Ef tími gefst, verður skoðað ástand loftneta félagsstöðvarinnar til gervihnattafjarskipta, en mikill áhugi er er á meðal félagsmanna að TF3IRA verði QRV á ný um gervihnetti, samanber umræður á fimmtudagskvöldum undanfarið í Skeljanesi.

Vandaðar kaffiveitingar í sal.

Myndin er af TF1A og TF3LM við undirbúning vel heppnaðs mælingarlaugardags þann 1. september s.l.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 12 =