,

Reidar J. Óskarsson, TF8RO, er látinn

Reidar J. Óskarsson, TF8RO, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Sveinbjörn Jónsson, TF8V, hefur sent erindi til félagsins þess efnis, að Reidar hafi orðið bráðkvaddur. Hann var á 75. aldursári, leyfishafi nr. 278.

Um leið og við minnumst Reidars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − 6 =