,

TF3EK verður í Skeljanesi 11. október

Fyrsti viðburður á nýrri vetrardagskrá ÍRA verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. október. Þá mætir Einar Kjartansson TF3EK á staðinn  og kynnir úrslit í TF útileikunum 2018 og veitir viðurkenningar félagsins.

Síðan er hugmyndin að ræða stuttlega hvort menn vilja eitthvað breyta núverandi fyrirkomulagi eða keppnisreglum fyrir leikana 2019, en þá verða liðin 40 ár frá því fyrstu TF útileikarnir voru haldnir.

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.

Myndin var tekin í Skeljanesi 26. júlí s.l. þegar Einar Kjartansson TF3EK kynnti TF útileikana 2018. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × five =