12. Stjórnarfundur ÍRA 2018
Skeljanesi, 3. október 2018.
Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 23:36.
Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.
Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL, TF2EQ og TF3UA.
Fundarritari: TF3LL
Dagskrá
1. Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:10 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
Tillaga að dagskrá:
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 4. fundar frá 8.8.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Mótt. 13.8./ Sent 13.8.; afrit af fyrirspurn TF1CB til PFS um heimildir radíóamatöra til uppsetningar loftneta………………………………….(merkt 1)
Mótt. 16.8./ Sent 16.8.; afrit af samstarfssamningi við Sena um heimasíðu ÍRA til endurnýjunar frá TF3WK…………………………………(merkt 2)
Mótt. 28.8./ Sent 26.9.; erindi frá IARU R-1 v/CISPR v/draft standard on Wireless Power Transmissions; sent EMC nefnd…………..(merkt 3)
Mótt. 03.9./ Erindi frá IARU R-1 um milliþing IARU Svæðis-1 dagana 27.-28. apríl 2019 í Vín í Austurríki…………………………………….(merkt 4)
Mótt. 04/9./ Sent 04.9.; erindi frá PFS v/umsóknar KC2NPV um tímabundið gestaleyfi………………………………………………………………(merkt 5)
Mótt. 05.9./ Sent 05.9.; fyrirspurn SMØFUS um aflheimildir hérlendis í ljósi breyttra heimilda 1.11.2018 í SM………………………………(merkt 6)
Sent 07.9./ Sent heillaskeyti í nafni stjórnar ÍRA til Kristins Andersen, TF3KX, í tilefni 60 ára afmælis hans…………………………..(án fylgiskjals)
Sent 09.9./ Mótt. 13.9.; erindi stjórnar til formanns prófnefndar vegna námskeiðs í október-desember n.k…………………………………..(merkt 7)
Sent 09.9./ Fylgiskjal um fyrirkomulag námskeiðs til amatörprófs vorið 2013……………………………………………………………………………(merkt 8)
Mótt. 12.9./ Erindi frá IARU R-1 með hvatningu að aðildarfélögin hafi samband við stjórnvöld vegna WRC-19……………………………..(merkt 9)
Sent 15.9./ Erindi til TF3PW með upplýsingu um stöðuna hvað varðar námskeið í október-desember n.k…………………………………..(merkt 10)
Mótt. 18.9./ Erindi frá IARU R-1 VHF-stjóra vegna óska um upplýsingar um radíóvita í 50 MHz (og ofar)……………………………………..(merkt 11)
Mótt. 18.9./ Erindi frá IARU R-1 VHF-stjóra fylgiskjal…………………………………………………………………………………………………………….(merkt 12)
Mótt. 21.9./ Erindi frá IARU R-1 vegna upplýsinga um stöðu IARU og EURAO………………………………………………………………………..(merkt 13)
Mótt. 26.9./ Sent 26.9.; erindi frá PFS með tilkynningu um JOTA heimildir 19.-21.10.2018………………………………………………………..(merkt 14)
Mótt. 29.9./ Erindi frá IARU R-1 Áframhald erindis mótt. 28.8. v/CISPR erindi………………………………………………………………………….(merkt 15)
Mótt. 29.9./ Erindi frá IRAU R-1 Áframhald erindis mótt. 28.8. v/CISPR erindis; áframsent til EMC nefndar ÍRA…………………………..(merkt 16)
Mótt. 1.10./ Erindi frá IARU-R-1; tillaga að nýrri samþykkt um QSL málefni kortastofa aðildarfélaganna………………………………………(merkt 17)
Mótt. 1.10./ Erindi frá IARU-R-1; yfirlit um stöðuna og næstu skref fram að WRC-19………………………………………………………………..(merkt 18)
- Skýrsla ritara; öflun tölvupóstfanga í félagatal.
- Skýrsla gjaldkera; staða innheimtu o.fl.
- Skýrsla varaformanns; kaup á hlutum til TF3IRA samkvæmt heimild 4. stjórnarfundar.
- Vetrardagskrá ÍRA, október-desember 2018 (kynning).
- Námskeið til amatörprófs 12.10.-15.12. n.k. (merkt 19).
- CQ TF, 3. tbl. 2018.
- Uppfært ávarpsbréf til nýrra félaga og fylgiskjal (kynning) (merkt 20 og 21).
- Erindi til PFS; tillögur er varða 50 og 70 MHz (merkt 22 og 23).
- Önnur mál.
a) Niðurfærsla á aflheimildum radíóamatöra í Svíþjóð (merkt 24).
b) DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
c) Kaup á frekari búnaði fyrir félagsstöðina.
d) Yfirlit yfir verkefni í vinnslu hjá stjórnarmönnum (tímabil: 30.3.-8.8.2018); (merkt 25).
e) Reikningur vegna birtingarréttar ljósmynda í 2. tbl. CQ TF 2018 (merkt 26).
f) Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga. - Næsti fundur stjórnar.
2. Fundargerð 4. fundar frá 08.08.2018 lögð fram.
Fundargerð 4. fundar samþykkt.
3. Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Formaður, TF3JB, fór yfir og skýrði afgreiðslu inn og útsendra erinda á tímabilinu á milli stjórnarfunda, frá 8.8. til 3.10.2018. Erindin eru talin upp í tillögu að dagskrá að ofan. Engar sérstakar athugasemdir voru bókaðar.
4. Skýrsla ritara um öflun tölvupóstfanga í félagatal.
Ritari, TF2LL, skýrði frá því að hann hafi skrifað bréf og póstlagt til þeirra félaga sem ekki voru skráðir með tölvupóstfang. Samkvæmt stöðu félagatals þann 30. ágúst reyndust það alls vera 14 félagar. Átta félagar svöruðu, þar af sagði einn sig úr félaginu og einn, TF8RO, lést skömmu eftir að hafa svarað útsendu bréfi. Eftir er því að fá svör frá fimm félögum. Ritari mun hafa símasamband við þá félaga sem ekki hafa svarað útsendum bréfum.
5. Skýrsla gjaldkera, staða innheimtu ofl.
Gjaldkeri TF3EK skýrði frá því að um 1,6 mkr væru í félagssjóði og ennfremur að 2 félagar af 20 sem skulduðu tvö ár væru búnir að borga. Gjaldkeri tekur að sér að senda út áminningarbréf til þeirra sem enn skulda 2 ár.
6. Skýrsla varaformanns um kaup á hlutum til TF3IRA samkvæmt heimild 4. stjórnarfundar.
Varaformaður, TF3DC, skýrði frá því að keyptir hafi verið tveir 12 volta aflgjafar, 2 borðhátalarar, annar fyrir IC-7300 stöðina og hinn fyrir IC-7610 stöðina. Ennfremur hafi verið keypt húsloftnet fyrir VHF/UHF böndin. Áætlaður kostnaður var um 123 þúsund krónur, en endanlegur kostnaður reyndist vera um 160 þúsund krónur. Mismunur skýrist einkum af hærri flutningskostnaði og veikingu íslensku krónunnar gagnvart evru.
7. Vetrardagskrá ÍRA, október – desember 2018 (kynning).
Formaður, TF3JB, kynnti og fór yfir framlagða vetrardagskrá félagsins fyrir tímabilið frá 11. október til 20. desember. Formaður skýrði m.a. frá að almenn jákvæðni ríki á meðal félagsmanna gagnvart verkefninu og að menn hafi tekið vel í að vera með erindi og fyrirlestra í félagsaðstöðunni. Prentuðu eintaki af vetraráætluninni í lit var dreift á fundinum og leist öllum vel á. Vetraráætlunin verður til kynningar í 3. tbl. CQ TF sem kemur út sunnudaginn 7. október.
TF2EQ spurði hvort tilkynnt sé á Facebook (FB) ef opið hús er í boði á milli hefðbundinnar opnunar á fimmtudögum. Fram kom í svari formanns, að bæði viðburðir á vetrardagskrá á fimmtudagskvöldum og um helgar séu auglýstir á heimasíðu og FB-síðum. Sérstakar opnanir utan auglýstrar vetrardagskrár t.d. á laugardögum eru kynntar á sama hátt. Jafnan er leitast við að kynna alla viðburði með 4-5 daga fyrirvara og síðan væri minnt á þá á ný deginum áður.
8. Námskeið til amatörprófs 12.10.-15.12.2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá að einungis tveir hafi skráð sig á fyrirhugað námskeið og því hafi verið ákveðið að fresta því fram yfir áramót. Fram kom, að hugsanlegar ástæður fyrir lítilli þátttöku kunni að vera, að undanfarið hafi námskeiðahald verið mjög þétt. Þá hafi það sýnt sig, að áhugi á námskeiðum félagsins hafi ætíð veri minni seinnipart árs samanborið við fyrripart árs.
9. CQ TF, 3. tbl. 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að mikil og ánægjuleg umsögn hafi borist frá félagsmönnum um síðasta tölublað CQ TF sem kom á heimasíðuna 15. júlí. Nýja blaðið, sem kemur út sunnudaginn 7. október, verður ekki minna að vöxtum en það fyrra sem þó var 50 blaðsíður. Hann sagði ritstjóra búast við því að það yrði líklega nær 60 síðum að stærð.
Hann fór síðan yfir helsta efni sem verður í næsta blaði og sagði það skoðun sína að ekki væri skynsamlegt að hafa það mikið umfram 50 blaðsíður, þar sem þá yrði erfiðara að hafa einfalt brot á blaðinu með kjölheftingu.
10. Uppfært ávarpsbréf til nýrra félaga og fylgiskjal (kynning).
Formaður, TF3JB, lagði fram og kynnti endanlega uppfærslu á Ávarpsbréfi til nýrra félaga. Það er í meginatriðum kynning á markmiðum félagsins samkvæmt félagslögum, félagsaðstöðunni í Skeljanesi, CQ TF, netmiðlum og námskeiðum til amatörprófs, auk annarrar starfsemi. Um er að ræða 4 blaðsíður í heilu broti (án skurðar eða heftingar í kjöl). Texti er að mestu í tveimur dálkum og ljósmyndir í lit. Þessi nýja uppfærsla er dagsett 1. október 2018.
Hugmyndin er, að senda Ávarpsbréfið til nýrra félagsmanna í pósti. Að auki, fylgi eintak í umslaginu af félagslögum, síðasta CQ TF, bæklingurinn „Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra“ (sem var þýdd af TF3VS og gefin út af ÍRA árið 2009) og límmiði með merki félagsins, ætlaður fyrir bílrúður. Fram kom í umræðum að bílrúðumerkin muni vera uppurin og fékk formaður heimild stjórnarinnar til að láta framleiða nægjanlegt upplag. Jónas upplýsti að hann hafi látið framleiða bílrúðumerkin árið 2009. Fundarmenn töldu að líklega hafi þau ekki verið framleidd síðan þá. Fram kom á fundinum, að menn voru ekki vissir um hvort Siðfræðibæklingurinn væri uppurinn eða til á lager, en það verður athugað. Bæklingurinn er a.m.k. til á heimasíðu ÍRA.
11. Erindi til PFS; tillögur er varða 50 og 70 MHz.
Fyrir fundinum lágu tillögur frá formanni, TF3JB, að erindum ÍRA til Póst- og fjarskiptastofnunar með beiðnum um auknar heimildir í 50 og 70 MHz tíðnisviðum. Stjórnarmönnum leist vel á tillögurnar og var einróma samþykkt að senda þær óbreyttar til PFS. Erindi um 50 MHz verður sent þann 5. október og erindi um 70 MHz verður sent þann 8. október.
12. Önnur mál.
(a) Niðurfærsla á aflheimildum radíóamatöra í Svíþjóð.
Fram kom í máli formanns, TF3JB, um þetta mál að aflheimildir sænskra radíóamatöra á HF verði almennt færðar niður í 200W þann 1. nóvember 2018 en hægt væri að sækja um 1 kW; en fyrir slíkt leyfisbréf þurfi að greiða sérstaklega. Stjórn félagsins mun fylgjast með framvindu málsins. Fram kom, að lesa má um aflheimildir til Svíanna á heimasíðu SSA. Undir dagskrárliðnum kom einnig fram sú hugmynd að íslenskir leyfishafar sæki um auknar aflheimildir í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, eða allt að 1500W með þeim rökum að standa jafnfætis við aðra keppendur.
(b) DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
Eins og áður hefur komið fram voru þessi viðurkenningarskjöl félagsins orðin upplituð og ljót og var því leitað til ARRL um útgáfu nýrra. ARRL tók vel í málið, sendi félaginu ný skjöl, okkur að kostnaðarlausu. Skjölin hafa nú verið sett í ramma á ný og hengd upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Staðsetning er á vegg fyrir ofan fjarskiptaborðin og því í skjóli fyrir sólarljósi. Fram kom, að félagsmenn hafa lýst almennri ánægju með nýja staðsetningu.
(c) Kaup á frekari búnaði fyrir félagsstöðina.
Formaður, TF3JB, lagði til að keypt verði dagbókarforritið Ham Radio Deluxe (HRD) fyrir félagsstöðina og var það samþykkt á þeim forsendum að það yrði til einföldunar og þæginda hvað varðar innstillingu á stöð, m.a. við notkun á stafrænum mótunum. Innkaupsverð er $99.95 og árlegt gjald er $49.95.
Sú hugmynd var rædd, að setja upp 4 elementa Yagi loftnet fyrir 20 metrana í stað núverandi þriggja banda Fritzel loftnets fyrir 10, 15 og 20 metra. Forsenda þess er, að vegna sólblettastöðunnar er ljóst að helsta nýtilega bandið næstu 3-5 ár verða 20 metrar. Því sé heppilegt að hafa loftnet á turninum sem hafi ávinning á því bandi og sé sterkbyggt. Stjórnarmönnum leist vel á þá hugmynd. Í framhaldi af þessari umræðu tilkynnti ritari, TF2LL, að félagsmaður væri tilbúinn til að gefa félaginu (nánast nýtt) 4 elementa Yagi loftnet fyrir 20 metrana. Stjórn ÍRA ákvað að þiggja þessa gjöf.
Næst var rætt um upplýsingar þess efnis, að núverandi loftnet á turninum „hökti“ við snúning. Varaformaður, TF3DC og gjaldkeri, TF3EK, munu skoða ástæðu þessa.
Formaður, TF3JB, sagði að félagið hafi árum saman ætíð keypt það næst besta, þ.e. meðal annars hafi verið keyptir of litlir rótorar til að „spara“. Í ljósi þess, að félagið hafi nú fengið loftnet í gjöf – líklega að verðmæti yfir 200 þúsund krónur, ætti félagssjóður að hafa efni á að kaupa nægjanlega stórarn rótor sem ekki þyrfti að hafa stanslausar áhyggjur af. Í umræðum voru menn sammála um að með hliðsjón af verðmætri áðurnefndrar loftnetsgjafar til félagsins, opnaðist sá möguleiki að kaupa öflugan rótor og eftir nokkrar umræður, var samþykkt að kaupa rótor af gerðinni Prosistel af gerð PST 61D. Áætlað verð er 160-170 þúsund krónur. Í framhaldi af umræðunni kom fram, að það þyrfti að skoða önnur loftnetamál félagsstöðvarinnar og var ákveðið að skoða SteppIR BigIR stangarloftnet félagsins. Varaformaður og gjaldkeri munu gera það. Jafnframt, verði kannað með uppsetningu endafædds vírloftnets fyrir 80 og 160 metrana.
(d) Yfirlit yfir verkefni í vinnslu hjá stjórnarmönnum (30.3.-8.8.2018).
Verkefni í vinnslu frá stjórnarskiptafundi 20.3.2018.
TF2LL spurði um gamlar myndir úr sögu félagsins.
- TF3JB tók að sér að athuga með myndir á disk í hans vörslu.
- Svar á þessum fundi. Formaður, TF3JB, afhenti ritara disk með myndum úr félagsstarfinu sem hann átti í vörslu sinni frá fyrri tíð og tók ritari að sér að hafa samband við TF3WZ, vefsíðustjóra félagsins, um að koma þessum myndum inn á heimasíðu félagsins.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-1; haldinn 4. apríl 2018.
TF3EK fullyrti að próf og lesefni á námskeiðum ÍRA hafi ekki verið uppfært í samræmi við HAREC kröfur.
- TF3JB tók að sér að fara yfir það mál.
- Svar á þessum fundi. Formaður, TF3JB, hafði samband við PFS vegna þessa og skýrði frá því. Munnlegt svar frá fulltrúa stofnunarinnar er þess efnis, að prófin standist allar þær kröfur sem gerðar eru.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-2; haldinn 2. maí 2018.
TF2EQ spurði um teljara á heimasíðu ÍRA.
- TF3DC tekur að sér að hafa samband við TF3WZ, vefsíðustjóra félagsins.
- Svar á þessum fundi. Málið er í vinnslu.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-3. haldinn 11. júní 2018.
TF3DC spurði um hvort greidd námskeiðsgjöld til félagsins sé forsenda útgáfu leyfisbréfa.
- Svar á þessum fundi. Svo er ekki. Greiðsla námskeiðsgjalda er aðallega fyrir námsefni sem dreift er til þátttakenda og félagið hefur ekki kostnað af. Þá kom einnig fram hjá TF3DC vegna fyrirspurnar, að hann hefði ekki komið með hugmyndir um sérstakt prófgjald.
TF3JB spurði um hugsanlega stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH fyrir erlenda leyfishafa sem ferðast til landsins.
- TF2EQ er tilbúin til að hringja út og kanna málið hjá hótel- og gististöðum.
- Samþykkt að skipa 3 manna nefnd til að skoða málið. TF3DC var skipaður formaður; nefndin skili fyrir lok september n.k.
- Svar á þessum fundi. Málið er í vinnslu.
TF2EQ spurði um nýtingu teljara á heimasíðu (framhald fyrirspurnar frá fundi 2 þann 2.5.2018).
- Svar á þessum fundi. Svar TF3DC: Málið er í vinnslu.
TF2EQ spurði um áhrif innleiðingar nýrra persónuverndarregla Evrópusambandsins á starfsemi ÍRA.
- TF2EQ tekur að sér að kanna málið.
- Svar á þessum fundi. Elín hafði samband við Persónuvernd og ekki munu vera neinar hömlur á birtingu netfanga félaga á heimasíðu ÍRA enda sé upplýst samþykki félagsmanna fyrir hendi.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-4; haldinn 8. ágúst 2018.
TF2LL spurði um hvort einhverjir félagsmenn á félagskrá hafa ekki skráð tölvupóstföng.
- TF2LL og TF3EK taka að sér að kanna málið.
- Svar á þessum fundi. 14 félagar höfðu ekki skráð tölvupóstföng á félagaskrá.
Undir dagskrárliðnum kvaddi TF2EQ sér hljóðs og tilkynnti að radíóskátar hefðu hug á að fá afnot af félagsstöðinni á næsta JOTA og JOTI móti sem fram fer 20. Október n.k. – og ennfremur aðstöðu fyrir unga skáta til þess að kynnast radíóinu, setja saman rásir og þess háttar. Erindinu var vel tekið af stjórnarmönnum og samþykkt að veita skátunum aðgang að félagsstöðinni og aðstöðu, enda fari viðburðurinn fram undir stjórn þeirra TF3VD og TF2EQ.
(e) Reikningur vegna birtingarréttar ljósmynda í 2. tbl. CQ TF 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að keyptur hafi verið birtingaréttur mynda hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Um er að ræða 3 myndir, en vegna misskilnings var talið að uppgefið verð væri fyrir allar þrjár myndirnar – enda um að ræða myndir teknar af Pétri Thomsen, TF3PT, heitunum. Í ljós hafi komið, að svo var ekki heldur var uppgefið verð fyrir birtingarrétt hverrar myndar. Stjórnarmenn voru sammála um að ÍRA greiddi reikninginn frá safninu. Heildarkostnaður nemur 29.400 krónum.
(f) Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga.
Dagskrárlið frestað uns meðstjórnandi, TF3NE, getur setið fund.
13. Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að stefna að næsta fundi stjórnar í fyrstu viku nóvember.
Það helsta á milli stjórnarfunda 8.8.-3.10.2018 (til kynningar á stjórnarfundi 3.10.2018).
Það helsta sem gerst hafði á milli stjórnarfundanna 8. ágúst og þessa fundar, 3. október 2018 er birt með fundargerðinni stjórnarmönnum til upplýsingar. Hugmyndin með þessari samantekt er að nefna til atriði sem snerta starfsemi félagsins, en sem ella myndu ekki rata inn á dagskrá stjórnarfundar. Í seinni töflunni er yfirlit yfir innsetningar á heimasíðu félagsins fyrir sama tímabil.
1. | QSL kassi félagsins merktur ásamt TF3MH. Einnig farið með jeppakerru af rusli í Sorpu með aðstoð TF3-Ø33. | 12.8. |
2. | Sent erindi til TF1CB með þakklæti vegna fyrirspurnar hans dags. 13.8.2018 til PFS um loftnet og loftnetavirki.[1] | 13.8. |
3. | TF3SB samþykkir að annast tengsl við ritstjóra norrænu amatörblaðanna með milligöngu TF3WK og TF3DC. | 13.8. |
4. | Hannað dagbókareyðublað fyrir hlustun á amatörböndunum og sent til TF9-ØØ9. | 21.8. |
5. | Uppfærslu merkinga kortakassa TF ÍRA QSL Bureau lokið; TF3JB og TF3MH. | 26.8. |
6. | Laugardagur í Skeljanesi með TF1A. Stjórnarmenn á staðnum: TF2EQ, TF3DC og TF3JB – Mæting: 20 manns. | 1.9. |
7. | Erindi frá PFS vegna KC2NPV afgreitt. | 4.9. |
8. | Fyrirspurn frá SMØFUS afgreidd. | 5.9. |
9. | Sent skeyti til TF3KX í tilefni 60 ára afmælis hans. | 7.9. |
10. | Fundur með OHØXX í Skeljanesi. TF3JB og TF3Y. | 8.9. |
11. | Fyrsta skráningin á væntanlegt námskeið félagsins í október-desember móttekin. | 9.9. |
12. | Sent erindi á formann prófnefndar með beiðni um umsögn um ósk stjórnar um námskeið í október-desember. | 9.9. |
13. | Haft samband við TF5B um gerð viðurkenningaskjala fyrir TF útileika 2018; til afhendingar 11. október. | 12.9. |
14. | TF2EQ hafði samband f.h. radíóskáta vegna Jamboree-on-the-air 2018; sem haldið verður 19.-21. október. | 12.9. |
15. | Vinna í fjarskiptaherbergi; TF3JB, TF3MH, TF3SB. | 15.9. |
16. | Vinna í fjarskiptaherbergi; TF3JB, TF3SB. | 16.9. |
17. | Vinna í fjarskiptaherbergi; TF3JB. | 17.-19. |
18. | Nýir félagsmenn skráðir: Arni (Patreksfirði) og Jón M. (Reykjanesbæ). | 17.9. |
19. | Nýjum aukahlutum við TF3IRA komið fyrir í fjarskiptaherbergi; TF3DC, TF3JB. | 19.9. |
20. | Myndataka í fjarskiptaherbergi TF3IRA fyrir forsíðu 3. tbl. CQ TF; TF3JB, TF3SB, TF3VB, TF3VD, TF3VS. | 24.9. |
21. | Philippe Haake, HB9GUR, ásamt XYL, kom í heimsókn í félagsaðstöðuna í Skeljanesi | 24.9. |
22. | Ávarpsbréf ætlað til sendingar til nýrra félagsmanna ÍRA uppfært. | 25.9. |
23. | Erindi frá PFS vegna OH2LAK afgreitt. | 26.9. |
24. | Erindi sent til PFS með tilkynningu um lát TF8RO. | 28.9. |
25. | Upplýsingar sendar til TF5B vegna framleiðslu á viðurkenningaskjölum fyrir TF útileikana 2018 | 28.9. |
26. | Laugardagsopnun í Skeljanesi; mælingar VHF loftneta og gervihnattaloftnet félagsins skoðuð; TF1A, TF3LM. | 29.9. |
Yfirlit yfir innsetningar á heimasíðu á milli stjórnarfunda, 8.8.-3.10.2018 (alls 16).
9. ágúst | Fréttir af félagsaðstöðu í Skeljanesi. |
13. ágúst | Norðmenn fá 1kW á 50 MHz. |
13. ágúst | Vita- og vitaskipahelgin 2018. |
20. ágúst | 5 og 8 metra böndin á Írlandi. |
26. ágúst | Uppfærslu lokið hjá kortastofu ÍRA. |
28. ágúst | Laugardagur 1. september í Skeljanesi. |
31. ágúst | Góðir gestir í Skeljanesi. |
2. september | Mælingaverkefni á laugardegi. |
6. september | TM64YL var með 5.000 QSO. |
10. september | CQ TF – nýtt tölublað í sjónmáli. |
17. september | Námskeið til amatörprófs. |
20. september | Nýir félagsmenn ÍRA 22.8.-20.9.2018 (fært inn á FB síður). |
26. september | Skráning á námskeið framlengd til 2. október. |
27. september | Reidar J. Óskarsson, TF8RO, er látinn. |
29. september | Skeljanes á morgun, laugardag. |
30. september | „Fínn óformlegur laugardagur“. |
3. október | Námskeið til amatörprófs frestast. |
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!