Entries by TF3JB

,

CQ TF, NÝTT TÖLUBLAÐ FRAMUNDAN

Ágætu félagsmenn! 2. tbl. CQ TF 2018 er framundan. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, eða senda ritstjóra línu. Skilafrestur efnis er til 11. júlí n.k. Netfang: tf3sb@ox.is CQ TF kemur út sunnudaginn 15. júlí n.k. á stafrænu formi á heimasíðu félagsins. 73 de TF3SB.

,

VHF LEIKAR 2018, KYNNING

VHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 7. og 8. júlí n.k. Tímabilið verður nú 2 heilir sólarhringar, þ.e. frá 00:00 á laugardag til 23:59 á sunnudagskvöld. Hugmyndin er að tilgreina sérstök „þátttökutímabil“ til að þétta virknina, en sambönd munu að gilda báða sólarhringana. Leikarnir fara fram á VHF og UHF að þessu sinni; allar tegundir […]

,

Sumarið er tíminn

Félagar okkar frá Norðurlandi og Austurlandi hafa verið meðal gesta í félagsaðstöðunni að undanförnu. Þetta eru þeir TF6JZ frá Neskaupstað og TF5B frá Akureyri. Mikið var rætt um áhugamálið (eins og við var að búast), tekin nokkur sambönd frá TF3IRA, auk þess sem QSL Manager félagsins fékk aðstoð við flokkun korta sem voru nýkomin í […]

,

TF18FWC QRV í tilefni HM 2018

ÍRA hefur fengið úthlutað kallmerkinu TF18FWC frá Póst- og fjarskiptastofnun í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi. TF18FWC verður QRV frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi til 15. júlí n.k. Fljótlega verður skýrt frá tilhögun og fyrirkomulagi á þessum vettvangi, en fyrst í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 14. júní. Áfram Ísland!

,

NÝIR FÉLAGSMENN OG KALLMERKI

NÝIR FÉLAGSMENN ÍRA 16.5.-11.6.2018: Haukur Guðmundsson, 105 Reykjavík. Jón Grétar Borgþórsson, TF5LT, 311 Borgarnes. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, 200 Kópavogur. Rúnar Þór Valdimarsson, TF3RJ, 200 Kópavogur. Sveinbjörn Guðjohnsen, TF3PIE, 110 Reykjavík. NÝ KALLMERKI (OG BREYTINGAR) 16.5.-11.6. 2018: TF1OL, Ólafur Örn Ólafsson, 200 Kópavogur. TF3GR, Huldar Hlynsson, 210 Garðabær. TF3PIE, Sveinbjörn Guðjohnsen, 110 Reykjavík. TF3VE, Sigmundur […]

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2018/19

 Frá vinstri: Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, varastjórn; Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður; Jóhannes Hermannsson, TF3NE, meðstjórnandi; Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður; Einar Kjartansson, TF3EK, gjaldkeri; Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, varastjórn og Georg Magnússon, TF2LL, ritari. Myndin var tekin fyrir utan félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3JON.

,

NÖFN ÞEIRRA SEM NÁÐU PRÓFI 26. MAÍ

Alls náðu níu einstaklingar prófi til amatörleyfis sem haldið var á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar, laugardaginn 26. maí í Háskólanum í Reykjavík. Þeir eru: Daggeir Pálsson, 600 Akureyri. Davíð Víðisson, 101 Reykjavík. Haukur Guðmundsson, 105 Reykjavík. Hinrik Vilhjálmsson, 200 Kópavogur. Huldar Hlynsson, 210 Garðabær. Jón Grétar Borgþórsson, 311 Borgarnes. Ólafur Örn Ólafsson, 104 Reykjavik. Sigmundur […]

,

GÓÐUR ÁRANGUR Í PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS

Próf til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík í dag, 26. maí. Alls þreyttu 9 prófið. Allir náðu fullnægjandi árangri, 2 til N-leyfis og 7 til G-leyfis. Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á […]

,

Próf til amatörleyfis 26. maí

Amatörpróf verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu M119, laugardaginn 26. maí 2018 sem hér segir: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni 13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti 15:30 Prófsýning Almenn skráning í próf fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng: hrh@pfs.is bjarni@pfs.is hjá Póst- og fjarskiptastofnun, með efnisorðinu “prófskráning”. ÍRA […]

,

Nýir félagsmenn og kallmerki

Nýir félagsmenn ÍRA 20.3.-15.5.2018: Frímann Baldursson, TF1TB, Selfossi. Hjálmar Ólafsson, TF9-004, Blönduósi. Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, Reykjavík. Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, Reykjavík. Kallmerki, breytingar/ný 20.3.-15.5.2018: TF1VHF, radíóvitar á 4 metrum og 6 metrum, Álftanesi, Mýrum. TF8RN, Árni Freyr Rúnarsson, Keflavík (áður TF8RNN).